Andvari - 01.01.1899, Blaðsíða 159
153
það, að ein þjóð flytur að staðaldri munum meira
inn, en út, sé vottur þess, að hún sé að armast út,
verða fátækari, að það er einmitt þvert á móti vel-
megunar-merJci, vottur þess, að sú þjóð stendur
sig vel.
England flytur árlega miklu meira virði af vör-
um inn í landið, en út úr því, einatt '/4 meira, og'
þar yfir stundum. Eftir kenning kaupauðgismanna
ætti England þá slfelt að vera að fara á höfuðið,
verða fátækara og fátækara, því að eftir þeirra
kenning ætti það að verða að borga mismuninn ár-
lega í peningum. Það eru nú reyndar engir guli-
námar né silfurnámar á Englandi, svo að það er
ekki gott að sjá, hvaðan því ættu að koma allir
þeir peningar; því að gull og silfur er ekki talið
með innfluttum vörum, og England verður að flytja
inn gull og silfur til þarfa sinna; og væri sá inn-
flutuingur talinn með, yrði enn meiri munur á, hvað
miklu meira það flytur inn, en út. Með því að Eng-
land fiytur einatt frá 1500 til 2000 milíóna króna
virði meira inn en út af vörum á ári, þá þyrftiþað
eftir kaupauðgiskenningunni að borga þessa upphæð
árlega út í peningum. Og hvað ætti það fyrir þá
að láta, fyrst allur sá varningur, sem landið getur
selt öðrum þjóðum, er einmitt þetta minni, en það
sem það fær írá þeim aftur?
Það er auðsætt, að hér er eitthvað annað í
efni, en tóm verzlun, og vér skulurn nú skjótt sjá,
hvar fiskur liggur undir steini.
Enskir auðmenn eiga stór lán á vöxtum úti um
allan heira, svo mikil, að skuldunautar þeirra gætu
með eugu móti greitt alla vöxtu, því siðar afborg-
anir m@ð, í peningum. Þeir senda því vörur. Þá
eiga Englar 0g hlutabréf i fyrirtækjum erlendis unn