Andvari - 01.01.1899, Page 161
155
En á þessari villukenning var var verndartolla-
stefna þeirra að miklu leyti bygð.
En það vóru þó fleiri ástæður fyrír henni.
En þótt kaupauðungar verði nú við það að
kannast, að ekki geti verndartollar auðgað land
með því, að draga inn i það peninga, þá halda
þeir því fram, að þeir efli hag landsiwt á tvennan
annan hátt; þeir 1) auhi iðnað í landinu, og 2)
hceJcki kaup verlcamanna.
Þetta eru enda nú orðið alment taldar aðalá-
stæðurnar fyrir þeim.
Það er þá bezt að líta á þær hvora í sfnu
lagi.
Þá er nú fyrst að lita á aukning iðnaðarins.
Ef vér höfum fleira fólk í einhverju landi, heldur
en atvinnuvegir landsins bera, eins og þeir eru, og
ætlum að reyna að koma upp nýjum iðnaði til að
veita (ólki atvinnu, þá er tvent til: annaðhvort á
iðja sú, sem á að efla eða skapa með tollum, að
framleiða varning, sem er keyptur og hagnýttur af
landsmönnum, eða þá varning, sem þeir kaupa
ekki né hagnýta
Tökum fyrst það tilfelli, að varningurinn sé
ekki hagnýttur i landinu, þá verður að leita mark-
aðs í útlöndum fyrir framleiðsluna. En þá koma
verndartollar að engu haldi í fraraleiðslu-landinu,
þvi að þangað er ekkert inn fiutt af þeim varningi
hvort sem er. Segjum áð einhver setti upp þreskí-
véla-smiðju á íslandi. Hvaða gagn væri honum í
þótt hár verndartollur væri lagður á innfluttar
þreskivélar? Ekkert, þvi að engum dytti hvort