Andvari - 01.01.1899, Page 162
156
sem er í hug að flytja þær inn hingað, þar sem
ekkert er við þær að gera.
Tökum svo hitt tilfellið næst, að iðnaðurinn
eigi að vera til þess að framleiða vöru, sem hag-
nýta má í landinu og þvi selja þar. Þá getur verndar-
tollurinn auðvitað hjálapð eiganda verksmiðjunnar
til að fá hærra verð fyrir vöru sína, en hann mundi
fá án verndartolls. En á hvern hátt verður það ?
Ef tollurinn er svo hár, að hann hindrar
aðflutning sams konar varnings, þá getur inn-
lendi framleiðandinn selt sinn varning fyrir
saraa, sem hægt væri að selja útlenda varninginn
fyrir að viðbættum tollum (og tollvöxtum). Segjum
t. d. að það sé inn fluttur tilbúinn fatnaður hingað
árlega fyrir 210,000 kr. Til þess að »vernda« inn-
lenda skraddara væri svo lagður tollur á hann, 10°/0
eða 21,000 kr. Ef sama fatnað ætti að flytja inn
eftir að sá tollur er á kominn, yrði innflytjandi
að fá hér fyrir hann:
eins og áður 210,000 kr.
-j- tollinn 21,000 —
-}- 8°/o vöxtu af toili 1,680 —
232,68ð~ki\
Landsmenn yrðu því að borga árlega 22,680
kr. meira en áður fyrir tilbúinn klæðnað, þó að inn-
lendir skraddarar byggju hann til, þvi að þeir
mundu ekki selja hann minna. Þeir þyrftu þess
nefnilega ekki. Og það er margföld reynsla fyrir
því, að þegar'" einliver iðnaður er tollverndaður í
einhverju landi, þá er það, sem til er búið innan-
lands i þeirrí grein, selt fyrir saina verð, sem sams
konar hlutir yrðu seldir fyrir inn fluttir með toll-
álagi.
22,680 kr. á hverju ári yrðu menn þvl a&