Andvari - 01.01.1899, Page 163
157
borga út fyrir — hvað? Fyrir ánægjuna að ganga
í tötum saumuðum hér (án þess þó að vera sniðin
upp á neinn ákveðinn mann — þvi að »tilbúin föt«
eru talin þau ein, sem ekki eru sniðin »eftir máli«,
heldur send tilbúin af ýmsum stærðum »til sölu«).
Og það er, vel að gæta, ekki eitt skifti sem vér
borgum þessa upphæð, heldur árs árlega: á 5 ár-
um 113,400 kr.; á 10 árum 226,800 kr.; á 22 árum
hálfa millón króna.
Og hvað er svo í aðra hönd?
Vinna veitt nokkrum skröddurum, sem annars
gætu ekkert1 fengið að gera.
Til þessa legðum vér á oss og niðja vora um
ófyrirsjáanlegan tíma 22,680 kr. drs-skatt.
En -ef vér verðum þessari sömu upphæð, 22,680
kr. árlega, í 3 til 5 ár til að senda alla þessa skradd-
ara til Ameríku, þá væri það meira en nægt til
þess; og þá væri bætt úr vinnuskorti þeirra, og
vér þyrftum ekki að hafa kostnað af þeim nema 3
til 5 ár, i stað þess að þeir yrðu oss æfilangir ó-
magar ella og þeirra niðjar.
Landið stór-tapar þvi á þvi, að leggja á vernd-
artolla f þessu skyni.
Svo er eitt, sem af verndartollum leiðir og
ekki er neinn ábati fyrir þjóðina: það er sú hers-
ing af tollembættismönnum, sem launa verður af
landssjóði til að hafa eftirlit og krefja inn tolla.
1) Til þess að gera skoðun þeirri, sem ég er að reyna
að hrekja, sem allra-hæst undir höfði, geri ég hér ráð fyrir að
þessir menn gætu ekkert fengið að gera annars. Sé svo, að
ekki sé hörgull á annari þarfri vinnu handa þeim, þá styður það
mitt mál þvi hetur.