Andvari - 01.01.1899, Page 164
158
Annað sem leiðir af verndartollum, eru sjálf-
sögð tollsvik meiri eða rainni með allri siðspilling,
sem þeim er samfara.
Og það er eitt einkennilegt merki þess, hve fjar-
stætt réttmæti verndartolla er í sjálfu sér réttar-
meðvitund allra þjóða, og það er það, hve algeng
tollsvik eru. Allir þykjast góðir, sem geta svikið
toll. Enginn virðist gera sér neina samvizku af
því. Verndarnjótar sjálfir, embættismenn, auðkýf-
ingar, prestar -— allar þessar stéttir svikja toll, er
færi gefst.
Þá er enn em ástæða, sem talin er til stuðn-
ings verndartollum; hún er sú, að þeir séu nauð-
synlegir til þess, að auðið sé að borga hærri verka-
laun en ella. Aðrar þjóðir selji svo ódýrt varning
sinn, af því að verkamenn fái þar svo lágt kaup.
Það eru Bandaríkjamenn, sem einkum beita þessari
ástæðu. Þeir «egja: land vort er svo gott, að
kaup verkafólks er hér hærra en í öðrum löndum.
En ef þeirn er leyft að fiytja hindrunarlaust inn til
vor varning, sem unninn er af útsognum fátækling-
um, sem eiga eins ill kjör og þrælar, þá hlýtur
það að leiða til þess, að verksmiðjueigendur hér
verða að setja niður laun verkamanna svo að þau
verði eins lág og annarstaðar; ella geta þeir ekki
selt varning sinn eins ódýrt og geta því ekki kept
við innffuttu vöruna og verða að hætta. Þetta er
nú marghrakið. Verkin sýna merkin: Verkalaun
fara eftir því i hverri grein, hvað auðið er að fá
verkmenn fyrir, en það er komið undir framboði
og eftirspurn vinnuafls. Enda er það margreynt,
að verkalaun hækka ekki í einni grein, þó að toll-