Andvari - 01.01.1899, Page 165
159
ur sé lagður á til verndar henni. Það eru verk-
smiðjueigendurnir, sem fá arðinn af því.
Reynslan sýnir og, að það er engan veginn vís-
regla, að framleiðslan verði ódýrari við það að
kaup er lágt. Meðan þrælahald var í suðurrikjun-
um í Ameriku þreifst þar aldrei iðnaður, þó að
kaup væri alls ekkert goldið þrælunum. En í norð-
urríkjunum, þar sem kaup var hátt, þreifst iðnaður
vel. — A Bretlandi er kaup verkmanna hærra en
i nokkru öðru landi í Norðurálfu, og Bretland er
eina landið, sem ekki hefir neina verndartolla.
Frakkar og Þjóðverjar hafa verndartolla og verk-
kaup er þar lægra en á Bretlandi, en þó verður
framleiðslan dýrari í þessum löndum en á Bretlandi,
sem selur bezta vöru og ódýrasta eftir gæðum.
Þetta kemur af þvi, að verkmaður, sem lifir
góðu lífi, afkastar meiru en hinn, sem kvelur fram
lífið; því betur mentur sem verkmaður er, því verk-
lagnari og betri verkmaður er hann.
Þar sem kaup er hátt, þar er meira hugvit,.
og þvl meira beitt; þar nota menn meira vélar til
að spara mannsaflið.
I Rúslandi er kaup sárlágt; þar vinna menn
alt i höndunum, sá með höndunum akra sina, slá
kornið með sigð, þreskja með hand-verkfærum. í
Bandaríkjunum sá menn með vélum, slá með vél-
ura, þreskja með vélum;þar er kaup hátt; en Banda-
ríkjamenn framleiða þó kornið fult svo ódýrt eins og
Rúsar.
Um þetta efni má margt og mikið fleira segja. En
ég sleppi því, af því að þetia nœr eklci til vor.
Meðan kvartað er um fólkseklu í öllum bjargræðis-
atvinnuvegum, þá er ekki þörf á að gera tilraunir
til að hækka kaupið á óeðlilegan hátt.