Andvari - 01.01.1899, Page 166
160
Atvinnuvegir vorir eru ekki í þvi ástandi, að
ástæða sé til að gera framleiðsluna dýrari með kaup-
hækkun.
Þá kynnu menn að segja, að sérstaklega stæði
á með smérið hér á landi. Það sé vara, sem menm
framleiði hér, en hún sé i svo lágu verði af þvi að
annað efni útlent, smérlikið (margarin) sé ódýrara
og haldi þvi verði smérsins niðri.
Síðasta ár, sem verzlunarskýrslur ná yfir (1896),
eru flutt hingað til lands 136,471 pd. af »sméri«,
sem mestalt hefir væntanlega verið smérlíki; þetta
er talið samtals 73,681 kr. virði, eða sem næst 54
au. hvert pund. Sama ár eru flutt út héðan af landi
3135 pd. af sméri, kallað 1643 kr. virði eða liðl. 52
au. hvert pund (um 52s/s au.).
Af þessti má sjá í fyrsta lagi, að smérið
islenzka, sem út er flutt, nær hér ekki sama verði,
sem smérlikið. Ekki er smérlikinu um það að kenna.
Það að menn vilja ekki gefa eins mikið fyrir isl. smér
eins og fyrir útlent smérlíki, hlýtur að koma af þvi,
að ísl. smérið hefir verið verri vara. En ekki hvet-
ur það menn til að verka smér sitt betur, ef það
verður »verndað« frá allri samkeppni með tollum.
Og ekki væri það neinn gróði fyrir landið, að
neyða landsmenn til að kaupa verri vöru fyrir dýr-
ara verð.
Annað, sem af þessu má sjá, er það, að vér
höfum ekki til útflutnings nema 3135 pd. af sméri,
þó að vér flytjum inn 136,471 pd. Með öðrum orð-
um: oss skortir að framleiða 133,336 pd. af sméri til
þess að geta fullnægt þörf landsins. Auk þessa vóru
enda flutt inn yfir 15,000 pd. af sírópi, sem alt mun
hafa verið notað i smérs stað.