Andvari - 01.01.1899, Síða 167
161
Danskir bændur búa til bezta smér, sem til er
búið í öllum keimi. En þeir selja það alt, en kaupa
smérliki til að borða. Og þar sem gott smérlíki
hefir fult svo mikið næringargildi, skyldi þá ekki
vera meiri búhnykkur að vanda svo smér sitt, að
menn geti fengið 80 aura fyrir pundið (eins og Þing-
eyingar hafa sýnt að þeir gátu) og selja það svo til
útlanda, en kaupa smérlíki í staðinn til að borða?
Oliklegt þykir mér að þeir sem vanda svo smér sitt
að þeir fá 80 au. fyrir pd., fari ekki að sjá, að það
er enginn búhnykkur að borða það, þegar þeir geta
fengið gott smérlíki (jafn-holt og nærandi) fyrir
helming verðs — þvi að það geta þeir ef þeir kaupa
það beint frá útlöndum.
Þangað þurfum vér aö komast, að vér verkum
svo alt vort smér, að það sé góð verzlunarvara til
útlanda, en vér kaupum aftur smérlíki frá útlöndum
til matar fyrir helmingi lægra verð. Þá hætta allir
að tala um verndartoll á sméri.
Með því, sem hér er sagt um verndartolla, er
fjarri því að það efni sé fullrætt. En það var held-
ur aldrei tilgangurinn, heldur hitt, að reyna að lýsa
nokkur almenn sannindi og auðsæ, sem gerðu það
ljóst, að verndartollar eru ekki annað en að taka
úr öðrum vasanum og láta í hinn, oft með talsverðu
og kostnaðarsömu ómaki, og oft svo, að það sem
tekið er úr heilum vasa og heldum, er látið í annan,
sem gat er á og lekur því.
Hitt var heldur ekki tilgangurinn, að halda
þvi fram, að aldrei geti verið ástæða til fyrir rfkið
(landssjóð) að styðja neinn atvinnuveg eða neitt fyrir-
tæki. Því fer fjarri. Að vísu ber vel að skoða,
11