Andvari - 01.01.1899, Side 168
162
hvort náttúrleg skiiyrði sé fyrir hendi fyrir þrifum
þess fyirrtækis, sem talsmál er um. En sé það, þá
getur vel verið ástæða til að styrkja ný og nytsöm
fyrirtæki, ekki sízt hér hjá oss, þar sem enginn ein-
staklingur hefir efni á að ráðast i neitt stórt, sízt ef
nokkur áhætta er á, og þar sem illar þjóðfylgjur,
svo sem öfundsýki, smásálarskapur, fákunnáttunnar
sjálfsþótti og sundurlyndið, hamlar öllum félagsskap
til nytsamra hluta. En þegar slík ástæða er fyrir
hendi, þá á ekki að styrkja fyrirtækið með verndar-
tolli, sem er tvíeggjað vopn, þegar beztlætur, en ávalt
dýrasta aðferð, sem um getur verið að tala. Iieldur
á að styrkja það með beinu fjárframlagi úr landssjóði.
Og ef styrkur er veittur á annað borð, þá er það
verra, en að veita hann ekki, að veita hann alls ó-
nógan. Það er eyðsla, sem engum kemur að gagni,
en hefir þá afleiðing að hrekkja menn og koma inn
hjá mönnum ótrú á öllu þarflegu nýju, með þvi að
eyðileggja með fjárskorti gott fyrirtæki, sem þó er
veittur styrkur í orði kveðnu. Að veita þeim 5000
kr., sem biður um 10,000 kr. og þarf þeirra, ef duga
skal, það er að kasta 5000 kr. í sjóinn og gera öll-
um ógagn. En þetta segi ég af því, að þetta er
alsiða.
Ég hefi hér tvent fyrir augum: íslenzka smér-
gerð og islenzkar tóvinnuvélar.
Það er mikilsvert að koma vorri tregu og fá-
kunnandi þjóð á þann rekspöl, að húnlæri að verka
smér sitt. Bezti vegurinn væri að ætlun minni sá,
að veita nokkur ár, segjum 5 eða 6 ár, dálitla pre-
míu eða verðlaun fyrir hvert pund af sméri, sem úr
landi fiytst og selst fyrir ekki minna en t. d. 80
au. á útlendum markaði.