Andvari - 01.01.1899, Blaðsíða 169
163
Svo er það ullin, sem ég vildi minnast á, og
tóvinnuvélarnar. Vér íslendingar lifum afskektir.
Það sér á í mörgu. Heimurinn umhverfis oss er
eins og draumur barns með nokkru ímyndunarafli
um það, hvernig sé hinu megin við fjöllin, fyrir
handan sjóndeildarhringinn. »Heimskt er heima alið
barn« segir máltækið, og það rætist á oss Islending-
um þótt vér séum ekki náttúruheimskir. Þegar eitt-
hvað blæs á móti atvinnuvegum vorum, þá hleypur
imyndunaraflið af stað með oss. »Vér höfum mist
markaðinn« fyrir hina og þessa vöru vora. Hvað
á til bragðs að taka? Jú, senda erindreka út um
heim til að »leita oss að markaði« fyrir ket, fyrir
fisk, fyrir ull. Ef markaðurinn væri strokumaður,
sem hafði gert einhverja skömm af sér og »stungið
svo af« með póstskipinu til að fela sig einhverstað-
ar úti i heimi, þá væri sjálfsagt í mál takandi að
biðja þingið að veita fé til að senda einhvern slæg-
an lögreglunjósnara til að vita, hvort ekki væri auð-
ið að finna þrælinn og handsama hann. En yfirleitt
liggja ekki markaðir í felum í afkymum eða útskot-
um veraldar. Þeir fara venjulega ekki huldu höfði.
Sé ket vort fallið, þá er það væntanlega af því, að
aðrar þjóðir framleiða jafngott ket og vér, eða betra,
við lægra verði. Við því er væntanlega ekki annað
að gera, en að reyna að framleiða eins ódýrt og
aðrir, og ef til vill að hafa manndáð til að koma
því á markaðinn í jafn-útgengilegu og verðmiklu
ástandi sem aðrir koma þangað sínu keti.
Að þvi er ullina snertir, skal ég reyna að
skýra dálítið, hvernig á lága verðinu á henni stend-
ur. Ull vor selst nær öll til Lundúna og hefir lengi
þangað selst. Þaðan hefir hún farið vestur til
11*