Andvari - 01.01.1899, Side 170
164
Bandarikja, því að það stendur svo á, að það eru
sumir hlutir þar til búnir, sem innlend ull þar er
bæði of góð og dýr í einvörðungu, og heldur ekki
eins haldgóð eða gott að vinna úr, nema hún sé
blönduð lakari og grófari ull. Þannig sérstaklega i
sumar tegundir gólfábreiðna. Til þessa fer islenzka
ullin. En þegar Dingley-lögin svo kölluðu (toll-lögin)
vóru samþykt í Bandarikjunum, þá hækkaði yfir-
leitt tollur á ull, og tollurinn á henni er mishár,
eftir aðkaupsverði ullarinnar. Lægstur tollur er
goldinn af ull, sem ekki kostar meira í aðkaupi en
12J/2 cts. (6 d.), en það eru 45 au. Gefi Ameriku-
kaupandinn t. d. 46 au. fyrir pd., þá hækkar tollur-
nn mjög, svo að það borgar sig alls ekki að kaupa
þá íslenzka ull. Siðan Dingley-lögin komu út, heflr
islenzk ull lika stöðugt staðið í 45 au. hæst — 46
au. ef til vill dálitið at henni, af þvi að Sviar geta
notað hana lika og kaupa það litið af henni, sem þeir
vilja, fyrir 46 au., því að það geta Bandamenn
ekki boðið.
Hér er þvi litil von um að oss takist að fá
hærra fyrir ullina að sinni. Hins vegar heflr reynsl-
an sýnt oss, að ef vér sendum ull vora til Noregs
og látum vinna hana á verksmiðjum þar, þá fáum
vér meira upp úr henni en með nokkru öðru móti.
Vér fáum þaðau aftur vaðmál, sem eru alveg eins
falleg og eins haldgóð — það hefi ég reynt —,
eins og beztu skozk og þýzk vaðmál (»tweed«),
sem hingað eru flutt; en útlendu vaðmálin kosta þó
miklu meira. Hér er þvi beinn vegur til að gera
oss meira úr ull vorri, og væri vert að styrkja is-
lenzkar verksmiðjur til þess að þær gætu eigi að
eins unnið fyrir aðra, heldur og keypt ull, unnið