Andvari - 01.01.1899, Page 171
1(6
úr henni og sent dúkana út til sölu erlendis. Til
sliks þarf mikið fé i byrjun, og það ætti þingið að
hjálpa um, að nokkru leyti með beinu styrks fram-
lagi, en einkum með láni með vægum kjörum og
langri afborgun.
Slíkt er margfalt betra en allir verndartollar.
Menn vita þó, hvað af slíkum styrk verður (en al-
drei um verndartollana) og sjá með tið og tima
hvern árangur hann ber.
Ástand atvinnuveganna hjá oss gefur lika til-
efni til að minnast á mentunar-ástand vortogstefnu
þá sem fylgt er i mentunarmálum. En þvi verður
ekki við komið i þessari ritgerð að fara lengra út
í það, en að benda á, að af almannafé verjum vér
allmiklu til að efla latinuskólanám, nám, sem er svo
lagað hjá oss, að raeð sanni má segja um það, að
það er að miklu leyti ekki ná.m fyrir lifið, heldur
nám dauðra og ávaxtarlausra lærdómsgreina, nám,
sem fyrir »lífsins brauð« gefur »dauðans steina*.
Vér erum lika vel á veg komnir með að klekja
upp i landinu fjölmennri öreigastétt skólagenginna
tnanna.
Gagnfræðaskólarnír eru aftur ölubogabörn í
samanburði við latinuskólann; en þá skóla virðist
mér að vér ættum einraitt að styrkja raiklu betur
og gera þá miklu fullkomnari en þeir eru eða geta
verið eins og nú er þeim hagað. Þeir ættu að veita
nemendunum þá mentun, að þeir geti farið þaðan
beint á iðnfræðiskóla (tekniska eða polytekniska
skóla) Þann veg ættu miklu fleiri landar vorir að
ganga. Svo þyrfti endilega að koma upp efnafræði-
legri starfstofu (kemísku labóratórii) hér í Reykja-
rik.