Andvari - 01.01.1904, Qupperneq 8
Íærdómspróf við háskólann. en annað próf árið eí'tir,
bæði með 1. einkunn. Næsta ár varð hann stipendi-
cirius Arna-Magnaeanus. Næstu árin fjögur les hann
málfræði og tekur embættispróf í málfræði og sögu vor-
ið 1854 með 1. einkunn. En þessi sömu ár sem hann
er að lesa undir embættispróf, vinnur hann jafnframt að
ýmsum vísinda-störfum bæði fyrir Árna Magnússonar
nefndiua, fyrir Rafn prófessor og fyrir kgl. norræna
fornfræðafélagið; má þar meðal annars til nefna ]iað
mikla starf, cr Jón fór, ásaint Guðbr. Vigfússyni, yfir alt
handrit Sveinhjarnar Egilssonar að „Lexicon poeticunr*
og færðu þeir tilvituanir allar til fornrita, þeirra er út
höfðu komið á ný siðan hándritinu var lokið, lil inna
nýju útgáfna, íeldu úr nokkrar orðmyndir, er samkvæmt
inum nýjari útgáfum reyndust rangar, og jóku stundum
við nýjum merkingum eða jafnvel orðum’).
Auk þess hefi ég séð af hlöðum, er ég hefi fundið
í svrpum þeim er bann hefir eftir sig látið, að hann
lietir lesið prófarkirnar af þeim 16 örkum af Lexicon
poéticum, er hreinprentaðar vóru, er hann fór heim til
íslands (Sept.-lok 1854).
Af sams konar blöðum hefi ég og oi'ðið þess var,
að hann hefir lesið í gegn 1.—2. bd. af Antiquités
liusses og samið skrá yfir öll nöfn, er komu fyrir í þeim.
Mikið verk vann hann og sem stipendianus Arna-
Magnœanus; heíi ég þannig orðið þess var, að frá 1.
Okt. 1850 til 31. Jan. 1854 hefir hann meðal annars
lesið 1. prófiirk af Snorra-Eddu II. bd., 17, -20. örk,
og 1. og 3. próförk af 21.—40. örk; 1. próförk af III.
bd. 1.—2. örk og 1., 2. og 3. próförk af 3.—0. örk.
Telja má víst, að eitthvað hafi verið prentað af III. bd.
Sn.-Ed. frá 1. Febr. til 30. Sept. 1854, og hefir hann
’) Lcx. poct., Prneíutio, p. XVIII—XIX.