Andvari - 01.01.1904, Page 11
5
dvaldi þar; og þá er þess er minst, að á þessum sömu
árum las hann undir embættispróf og tók það, eins og
öll sín lærdómspróf, með bezta vitnisburði, þá er það
auðsætt, að hann hefir hagnýtt vel tímann.
Svo hefir Steingrímur Thorsteinsson yíirkennari sagt
mér, að aldrei liafi Jón Þorkelsson á námsárum sínum
í Höfn gengið svo að heiman til matar, að hann hefði
ekki með sér bók, til að líta í. Meðan hann borðaði
spónamat og þurfti ekki að neyta nema hægri handar-
innar til að matast, hélt hann á bókinni í vinstri hendi
og las. Þetta sýnir, hvernig hann hagnýtti tímann.
Eftir að Jón hafði lokið embættisprófi 22. Júní 1854,
dvaldi hann enn í Höfn til 1. Október um haustið. Frá
þessum tíma er afrit af bréfi J. Þ„ ódagsett og ártalslaust,
en auðsjáanlega ritað um mánaðamótin Júlí—Agúst
1854. Það er svarbréf til manns, sem hefir verið á ferð
í Haderslev og ritað honum þaðan bréf 25. Júlí og hvatt
hann til að sækja um kennaraembætti við Iærða skól-
ann i Hrossanesi (Horsens), sem þá var laust. Jón á-
varpar mann þennan með etazráðs-titli. Um þetta leyti
var Madvig prófessor umsjónarmaður lærðu skólanna í
Danaveldi, og varð hann etazráð 1852, en konferenzráð
1856. Af þessu tel ég sjálfsagt, að bréfið, sem J. Þ.
er að svara, hafi verið frá Madvig, sem hefir verið
staddur í Haderslev (á umsjónarferð sinni til skólanna?).
Kafli úr svarhréfi Jóns er svo einkennilegur, að ég
get ekki varist að setja hann hér í þýðingu;
„Þegar áður en ég fékk bréf yðar, hafði cand. philol.
Mtlller fundið mig að máli og beðið mig að segja sér
með vissu, hvort ég mundi sækja um embættið í Hrossa-
nesi, með því að hann kvað sér mjög áríðandi að vita,
hvort Irnnn mundi geta fengið embættið í Hrossanesi
eða ekki. Eg sagði honum þá, að ég ætlaði ekki að
sækja um það. Enda þótt ekki sé það lagaskylda mín,