Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1904, Page 11

Andvari - 01.01.1904, Page 11
5 dvaldi þar; og þá er þess er minst, að á þessum sömu árum las hann undir embættispróf og tók það, eins og öll sín lærdómspróf, með bezta vitnisburði, þá er það auðsætt, að hann hefir hagnýtt vel tímann. Svo hefir Steingrímur Thorsteinsson yíirkennari sagt mér, að aldrei liafi Jón Þorkelsson á námsárum sínum í Höfn gengið svo að heiman til matar, að hann hefði ekki með sér bók, til að líta í. Meðan hann borðaði spónamat og þurfti ekki að neyta nema hægri handar- innar til að matast, hélt hann á bókinni í vinstri hendi og las. Þetta sýnir, hvernig hann hagnýtti tímann. Eftir að Jón hafði lokið embættisprófi 22. Júní 1854, dvaldi hann enn í Höfn til 1. Október um haustið. Frá þessum tíma er afrit af bréfi J. Þ„ ódagsett og ártalslaust, en auðsjáanlega ritað um mánaðamótin Júlí—Agúst 1854. Það er svarbréf til manns, sem hefir verið á ferð í Haderslev og ritað honum þaðan bréf 25. Júlí og hvatt hann til að sækja um kennaraembætti við Iærða skól- ann i Hrossanesi (Horsens), sem þá var laust. Jón á- varpar mann þennan með etazráðs-titli. Um þetta leyti var Madvig prófessor umsjónarmaður lærðu skólanna í Danaveldi, og varð hann etazráð 1852, en konferenzráð 1856. Af þessu tel ég sjálfsagt, að bréfið, sem J. Þ. er að svara, hafi verið frá Madvig, sem hefir verið staddur í Haderslev (á umsjónarferð sinni til skólanna?). Kafli úr svarhréfi Jóns er svo einkennilegur, að ég get ekki varist að setja hann hér í þýðingu; „Þegar áður en ég fékk bréf yðar, hafði cand. philol. Mtlller fundið mig að máli og beðið mig að segja sér með vissu, hvort ég mundi sækja um embættið í Hrossa- nesi, með því að hann kvað sér mjög áríðandi að vita, hvort Irnnn mundi geta fengið embættið í Hrossanesi eða ekki. Eg sagði honum þá, að ég ætlaði ekki að sækja um það. Enda þótt ekki sé það lagaskylda mín,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.