Andvari - 01.01.1904, Side 12
6
þá er þiið ])ó siðferðisskylda min, að standa við orð
mín“.
Auk þess telur hann aðrar ástœður til fyrir sig, að
þiggja ekki boð þetta; kveðst vantreysta sér að kenna,
þar sem kenslan fari fram á móli, sem ekki sé sér full-
tamt (dönsku); segist vera trúlofaður, en í Danmörk sé
dýrara að lifa en á Islandi og ])ví mundi liann verða að
fresta hjónabandi, ef hann réðist nú til Hrossaness. Hann
bjóst og við um vorið, að Jónas kennari Guðmundsson
sœkti um jirestakall það sumar og nmndi þá losna kenn-
araembœtti við Reykjavíkur-skóla En er hunn vissi um
haustið, að það varð ekki, ásetti hann sér að i'ara heim
snögga ferð og kvongast.
Undir eins og Jón liafði lokið prófi, hélt hann áfram
að vinna fyrir A. M. nefndina, meðfram þá til að afla
sér farareyris heim. 1. Oklóber um haustið leggur hann
á stað heim lil íslands; hefir hann ])á i hyggju að
kvongast og koma út aftur til Hafnar í Nóvember. Heit-
mey lians beið hans þá í Reykjavík. En ferðin gekk
svo seint heim, að hann kom til Reykjavíkur Bl. Okt,
Þá vóru skip öll farin fil Hafnar og ekki auðið að kom-
ast þangað aftur um haustíð, nema með póstskipinn
aftur, en það átti að fara til Englands að eins og liggja
þar um veturinn. Hefði hann þá orðið að kaupa sér
far frá Englandi aftur til Hafnar; en á því kveðst hann
ekki hafa liaft efni. Hann settisl því að í Reykjavik og
gekk þegar að eiga heitmey sína Sigríði Jónsdóttur,
bónda á Kroppi í Eyjafirði, Arnasonar. Hún var þrem
árum eldri en hann og var gáfuð kona, systir séra
Magnúsar, er prestur var á Skorrastað og síðast í Lauf-
ási. Þeiin hjónum varð tveggja harna auðið; fæddist
annað andvana, en hitt andaðist sköinmu eftir fæðingti.
Fimm ár varð Jón að vera stundakennari við latínu-
skólann áður en hann varð settur kennari (1. Apríl