Andvari - 01.01.1904, Side 14
8
ið og slétt ; hann bar alskegg á fullorðinsárum, og var
skeggið á neðri vör ofan höku heldur gisið. Hann var
freniur toginleitur og fékk snemma smágervar hrukkur á
enni, eins og mörgum holdskörpum mönnum er titt,
þeim er mikið lesa. Svipurinn var saldeysislegur og
ljúfmannlegur og lýsti þar svipur sál.
Þó að skilningur Dr. J. Þ. vœri góður og minnið
sérlega gott, þá vóru það þó ekki frábærar gáfur eða
annað það sem alment er kallaður ósjálfrátt, er gerði
hann þann mann, sem hann var; heldur varð hann það
öllu fremur fyrir þá mannkosti, er mönnum eru oftast
sjálfráðir taldir. Það var hans ráðvanda samvizkusemi
og sérstaka elja. Það var ekki svo mjög pundið, sem
honum var gefið, eins og hitt, hve vel hann fór með
fengið pund. Eg get ekki í þessu sambandi stilt mig
um að geta nokkurra orða úr gömlu, ó|n-entuðu grafletri,
er faðir minn orkti einhvern tíma og mér hefir jafnan
minnisstætt verið; þar segir svo:
„Það er ei frábær gáfna-gnægð,
ei glampi látbragðs glæsilegur,
sá gaum er að sér múgans dregur,
sem æðsta gefur gildi’ og frægð
og guðs á metum drjúgast vegur.
Að fara vel með fencjið pnnd
og frjósamt það af megni gera,
ei mikið láta’, en mikill vera
og hreinn í hjarta, hreinn í lund . .“
Eg veit, að Dr. J. Þ. leit svona á þetta sjálfur, og
skal ég því til staðfestingar segja dálitla sögu, sem ég
veit að er sönn.
Það var um haustið 1877, er skóli var nýsettur og
rektor kom inn i einn efri bekkjanna, til að hafa þar
fyrstu kenslustund sína á vetrinum; hann var nýkominn
heim úr Uppsalaför sinni og orðinn riddari. Þegar hann