Andvari - 01.01.1904, Síða 15
kom inn, gengu piltarnir til hans og létu honum i ljós
samfagnað sinn yfir heiðursmerki því er hann hafði
sœnidur verið. Hann tók því með sinni venjulegu Ijúf-
mensku, þakkaði þeim fyrir og sagði á þessa leið: „Já,
égernúorðiun riddari; en það getið þið allir orðið líka.
Ég skal segja ykkur nokkuð, og það er satt; ég hefi
ekki liaft meir en meðal-gáfur, en ég hefi reynt að vera
iðinn og starfsamur alla mína œvi, og því á ég að þakka
það sem mér hefir ágengt orðið í lífinu; þetta er ykkur
öllum sjálfrátt að gera lika, og því segi ég ykkur það:
þið getið allir orðið riddarar."
Þó að hann gerði hér minna úr gáfum sinum,
heldur en rétt var, þá sýna orð þessi svo vel yfirlætis-
leysi Iians.
Maður jafn-vel að sér og Dr. J. Þ. var í þeim fræði-
greinum, er hann kendi, og jafn-samvizkusamur um að
leysa verk sitt vel af hendi, gal ekki annað en verið
góður kennari, enda var hann það eftir sinnar tiðar
hætti, einkum í latínu að mér fanst. I bókmentasögu
Grikkja og Rómverja þótti mér minna til kenslu hans
koma; en ]>að hefir án efa nokkuð inátt kenna þeirri
óheyrilega fráleitu kenslubók (Tregders), sem notuð var
við kensluna. Yfir höfuð má segja, að Dr. J. Þ. var
góður kennari, en ekki frábær, enda mun það marg-
reynt, að lærðustu mennirnir eru ekki ávalt frábærustu
kennarar; mönnum, sem ekki eru ýkja-vel að sér í
einhverri fræðigrein, lætur stundum betur, en þeim sem
lærðari eru, að kenna það öðrum, er þeir sjálfir kunna.
Slíkt er að miklu lcyti sérstök náttúrugáfa. — Þess þarf
vart að geta, að samvizkusemí Dr. J. Þ. og réttsýni
lmns ollu ])ví, að allir’ lærisveinar lians uunuhonumog
virtu hann.
Dr. J. Þ. gat oft verið undarlega fákænn um heims-
ins hætti, eins og ekki er fátítt um suma mikla menn