Andvari - 01.01.1904, Qupperneq 16
10
og góða, en barnslega saklausa (t. d. Björn Gunnlaugs-
son). Hann var sjálfur svo hreinn og beinn, að honurn
duttu ekki í hug krókvegir annara, — Sú saga gekk um
hann, þegar ég kom í skóla, að hann hefði einhverju
siuni viljað komast fyrir, hver kastað hefði frá skóla-
blettinum steini'), er braut glugga í húsinu, sem hann
bjó í þá (nr. 5 i Skólastræti), og hafi hann þá komið
vfir í skólann, iiitt pillana á ganginum og sagt við þá:
„Segið ]>ið mér nú rétt eins og er, drengir: hver
kastaði steininum? — Sá skal, svei rnér, fá það!“ Til
að veiða upp úr mönnum þarf klókindi eða slægð.
En undirferlinnar eða slægðarinnar gáfu hafði forsjónin
ekki gefið honum. Enginn maður gat verið ver til fall-
inn en hann að njóma,
Eg get ekkert um sagt, hvort saga þessi er sönn
eða ekki. En hún er ekkert ótrúleg. Ef hann hefir álit-
ið, að þetla væri vilja-verk og að sá ætti að sæta ein-
hverrí refsing, sem gert hafði, þá gat honum ekki dotliö í
hug að dylja þess; það hefði verið að skrökva. Og ef
nokkur maður hefir til verið á vorri syndugu samtíð,
sem aldrei hefir á fullorðinsárum sínum viljandi skrökvað,
þá hefir það verið Dr. J. Þ, Eðli hans var, að vera
„einfaldur sem dúfa“, en ekki „slægur sem höggormur.“
Þá ldið boðorðsins hafði liann aldrei lært.
Eg man eftir annari sögu, sem ég get sagt um Dr.
J Þ., og hún er sönn. Mönnum varð tilrætt um merkis-
mann einn, er nú er dáinn og menn dæmdu misjafn-
lega um; einn taldi hann misendis-mann, þrátt fyrir
margt, er honum væri vel gefið ósjálfrátt, eu aunar bar
i móti og varði hann. Þá segir Dr. J. Þ., sem hal'ði
1) Eftir þvi sem sngt vur, hnfði þuð ekki verið tilgungur
þess, er knstuði, uð geru Dr. J. Þ. neinn óskundu; dutt ekki í
lnig, uð liann roundi druga eins lungt og ruun vurð (i,