Andvari - 01.01.1904, Page 17
11
heyrt á talið: „Nei, hann er ekki vandaður maður; ég
hefi einu siuni heyrt hann segja ósatt móti betri vitund
— skrökva víss vitancli! — nei, hann getur ekki ver-
ið góður niaður'. — Það má segja, að ])essi dómur
hans beri ekki vott nm mikla heimsþekkingu; en hann
ber þá að minsta kosti vott um samvizkusaman og
vandaðann mann; því að bann mældi hér með þvi máli,
er hann mundi mæla sjálfan sig með.
Það er svo sem auðvitað, að maður, sem sýndi
mikinn skarpleik í öðru, gat ekki verið svo skyni
skroppinn, að eigi mætli gera honnm skiljanleg slægð-
arbrögð eða óráðvendni annara. En hann var ekki
sjálfur að hugsa um slíkt; hans heimur var allur annar.
Margur hefði nú mátt ætla, að manni, sem gaf sig
svo eiuvörðun.u við vísindunum, en gat verið svona
ókunnugur daglegu lífi, mundi ekki láta vel að stjórna —
vera skólastjóri; enda skorti ekki spádóma um það, er
hann varð rektor. Til vóru og þeir menn, er reyndu
að vekja óblýðni og óánægju meðal lærisveina hans, og
reyndu svo að gera úlfalda úr hverri mýflugu og ófrægja
skólastjórn hans.
En svo merkilega fór, að yfirleitt mátti kalla að
góð stjórn væri á hans dögum í skólanum, og drykkju-
skaparóregla pilla fór mjög þverrandi. Og að svo vel
tókst til, var vafalaust fremur að þakka réttsýni og
valmensku hans og þeirri ást til hans og virðing fyrir
honum bæði sem vísindamanni og manni, sem allir
hlutu að bera og báru til hans, heldur en stjórnanda-
hæfileikum hans öðrum. En fiestum, sem að skólanum
stóðu, lærisveinum og kerinendum, var óljúft að angra
eða styggja inn góða og virðingarvevða mann. Hans
hreinhjartaða sakleysi og barnslega veijuleysi varð hon-
um bezti hlífiskjöldurinn ]>ar. Eg tel all-líklegt, að
skólastjórnin hefði orðið honum mun erfiðari, ef hann