Andvari - 01.01.1904, Page 19
íé
óg til þess fer árlega töluvert af launum mín-
um'“.
Þetta var ekki of-mælt. Tölu þeirra sem hann
hefir styrkt til skólanáms bæði hérlendis og á háskólan-
um, veit enginn ugglaust nú, nema ekkja hans, en það
veit ég og margir aðrir, að þessir menn vóru ótrúlega
margir. Og ekki vóru það eingöngu námsmenn, er
hann styrkti. Hann hafði til að styðja stórhöfðinglega
vandalausa menn, þótt ekki væri þeir við nám, ef hon-
um þóttu þeir þess verðir. Um það er engum kunn-
ugra en þeim er þetta ritar.
Mestöll vísindastörf sín vann hann fyrir alls enga
borgun. En hann gerði meira. Ið þriðja (og stærsta)
orðasafn sitt lét hann prenta á sinn kostnað að miklu
leyti, Carlsberg-sjóður veitti honum að vísu styrk, er
nam ríílega hálfum útgáfu-kostnaðinum, og alþingi veitti
honum 600 kr. til þess; en úr sínum sjóði hefir hann
samt orðið að greiða varla minna en 1600 kr. til út-
gáfu þess.
Almenn landsmál lét Dr. J. Þ. mjög lítið til sín
taka, eða sem næst ekki; hann unni landi sínu og vildi
því vel, en hann gaf sig allan og óskiftan að vísinda-
starfi sínu og skyldustörfum.
í trúarefnum var hann fríhyggjandi og trúði eng-
um kynja-kenningum. En nákvæmlega hve miklu eða
litlu hann trúði, get ég ekki sagt með vissu. Honum
var ekkert tíðrætt um það mál. En að hann trúði á
sannleik og réltvísi og á skyldu mannsins til að láta
sem mest gott af sér leiða í lífinu, um það bar alt hans
líf inn fegursta vott.
Jón Ólafsson.
) Leltirbreyhng pessi er eftir mig. J. Ó.