Andvari - 01.01.1904, Qupperneq 24
18
irnir breytast og fartól þeirra, en fjöllin standa kyrr;
allt er smátt í augum þeirra, jafnt gufudrekar laud-
stjórnarinnar eins og duggan hans séra Páls heitins í
Selárdal og þótti hún þó furðuverk á sinni tið.
í fljótu bragði virðast oss fjöllin óbreytileg og eilíf
í samanburði við sjálfa oss og sögu vora, eu sjór-
inn sem leikur um núpa og nes er alltaf að breytast og
sýnir sig í mörgum myndum og með margskonar blœ
eptir áhrifum veðurs og vinda. En ekki er allt sem
sýnist. Skynsemin og athugunargreindin mun íljótt sýna
oss, að blutföllin eru önnur. Ef vér notum nógu stór-
an mælikvarða og víðkum sjóndeildarhringinn, munum
vér íljótt komast að raun um, að smáar breytingar á
hverri stundu geta á löngum tímaumskapað yfirborð landa,
að vatnsdropinn ogsjáfarbylgjangeta brotið niður bálendi og
jafnað yfir fjallgarða. Þá sjáum vér að ]>að er sjórinu,
sem alltaf er hinn sami, bárurnar risu og féllu alveg
eins og nú fyrir mörgum þúsundum ára, löngu áður
en Island var til; fjöll og bálsar, ár og dalir, dýr og
jurtir breytast sífeldlega, en sjórinn er alltaf eins. F]-os-
ið vatn og ófrosið rífur allt niður, sem er ofansævar
og ber ]>að út í sjóinn, þessa miklu endalausu hít, sem
við öllu tekur, sem breytir, mylur og meltir, en skilar
fáu aptur.
Mannlegur andi á illt með að skilja tíma og rtun
og þó eigum vér bægra með að skynja stærðir um-
heimsins, heldur en að stika djúp liðinna tíma. Mann-
kynið befir frá alda öðli vanist við víðáttu béraða og
landa; stjörnufræðin hefir kennt oss að mæla fjarlægðin
bimintunglanna og hefir sýnt oss takmarkalausar fjar-
lægðir í bimingeimnum. Yíðátta alheimsins er því orð-
in föst reynslugrein í huga vorum, þó vér í raun réttri
ekki getum gert oss neina verulega hugmynd um tak-
markalaust rúm og eigi skiljum það betur en anuað,