Andvari - 01.01.1904, Síða 25
sem liggur á hinum yztu endimörkum mannlegs hyggju-
vits. Miklar tímalengdir eru ])ó enn örðugri viðfangs,
því mœlikvarðar þeir, sem vér höfum við hendina eru
miklu minni. Líf mannsins er svo stutl og tími allrar
mannkynssögunnar er svo örlítill, að hann hverfur í
samanburði við litla kaíla úr sögu jarðarinnar. Allur
þorri manna á ])ví mjög örðugt með að hugsa sér hin
geysilegu tímabil, sem vísindamennirnir þurfa til þess
að skýra myndunarsögu jarðarinnar, og þó verður hver
sá, sem skyggnist í leyndardóma náttúrunnar að kann-
ast við, að jarðsmíðin hefir tekið margar miljónir ára
og að sköpunin enn þá heldur áfram og gerist á sama
hátt og cptir sömu lögum eins og í öndverðu. Regn-
droparnir safnast í læki og lækirnir í ár, hver dropi
vinnur sitt verk og nagar íjöllin með óþrjótandi elju og
rífur þau niður á endanum ; öll fjöll eru eins og sund-
urtættar rústir af áhrifum vatnsins um þúsundir alda.
Þó fjöllin séu stór og stæðileg, þá eiga þau þó jafnan í vök
að verjast, regnvatnið eyðir þeim að ofan, en sævar-
bylgjurnar naga þau að ueðan. 1 þessum þælti mun-
um vér að eins athuga áhrif sjóarins á fjöllin; þau eru
mikil, ])ó starf hins rennaudi vatns sé enn þá meira;
það býr í hendurnar á sjónum, losar um ]>að, sem
hann tekur við og dreifir.
Allstaðar hafa öldurnar brotið strendur landsins og
allstaðar hefir vatnið grafið gil og daii í fjöllin, en
hvergi eru áhrifin í fljótu bragði augljósari en á Vest-
fjörðum, skaginn er allur tættur í sundur af dalskorum
og fjörðum og þó hefir landsjdlda þessi auðsjáanlega
einu sinni verið samanhangandi hálendi. I þessum
kafla munum vér fyrst athuga áhrif sævarins á sæbratt-
ar blágrýtis-strendur, sem liggja mót opnu hafi ; síðan
munum vér dálífið tala um móbergs-strendur og að lok-
um um flatar strendur og sanda.
2*