Andvari - 01.01.1904, Qupperneq 26
ÖÖ
Éf vér stöndum viS sævarströnd og horfum á bylgj-
urnar, sem runnu að landi, brotna og dragast aptur,
■þá munum vér optast við útsogið heyra undarlegan
urgandi og skrjáfandi hljóm frá mararbotni; pað eru
hnullungarnir, sem dragast niður á við og sarga hver
annan; þessi sífeldi núningur steinanna dag eptir dag
og öld eptir öld, mylur smátt og smátt hina hörðustu
hnullunga og myndar möl og sand og smágjörðan leir,
sem dregst lengst burt niður í djúpið eða sest í afdrep,
þar sem hlé er og kyrr sær í víkum og lónum. Þessi
stöðuga mulningsvinna sjóarins kemur miklu til leiðar,
en það eru einkanlega hvassviðrin og stórstraumsflóð
með brimi sem efnið sækja og áhlaupin gjöra og brjóta
svo niður kletta og fjöll. I aftakabrimi og roki er krapt-
ur sævarins ógurlegur, eins og allir vita. Fj-ost og vatn
eru búin að lina og sprengja sævai'ldettana, brimið ílyt-
ur brotin í burt og mölvar hanu'ana með björgum, sem
það kastar fram og aptur og notar eins og sleggjur.
Þar sem klettastrendur snúa mót rúmsjó og i-eginhafi
er afl aldnanna mest, enda liggja jiar allstaðar i vikum
og á forvöðum brimsoríin björg í görðum og hrönnum,
sem sýna hve stórar steinvölur þær geta verið, sem
Ægir leikur sér að, þegar hann fer í ásmegin. Áhrif
brimsins á sti'endurnar er mismunandi eptir hörku klett-
anna, brotílötum þeirra og halla laganna. Þó vatns-
rennslið fari hægt, þá vinnur það þó meira á fjöllin
hið efra en sævari'ótið hið neðra, og því eru hamrahlið-
ar, er að sjó snúa, nærri aldrei lóðréttar eða framskúl-
andi, þó brimið leiki um rætur þeirra; hrunið úr hinum
ytri klettum er svo mikið, að jafnan safnast urðir, björg
og skriður fyrir neðan, svo sjórinn hefir jafnan nóg
verkefni að mylja og ílytja það, sem niður fellur, en
því meira afl sem brimið hefir, því hægar gengur þetta
verk, og þess vegna eru þær lilíðar brattastar, sem snúa