Andvari - 01.01.1904, Síða 28
92
eru t. d. ströndin niilli Arnftvfjarðar og Dýíafjarðar, hjá
Höfn, Svalvogum og Lokinhömrum, björgin milli Furu-
íjarðar og Bolungarvíkur á Ströndum og ótal aðrar
strandspildur mætti til nefna.
Þar sem brimið ræðst á standbjörg og kletta, brýzt
sjórinn inn á milli laga, í sjirungur og bresti í berginu
og inn með göngum. Gangarnir sjálíir eru opt miklu
harðari en bergið í kring, ]iað liggur öðru vísi i þeim,
súlurnar eru liggjandi, en ekki uppréttar eins og í blá-
grýtisstrengjunum svo sjórinn á verra með að vinna á
þær. Af þessu leiðir, að margir drangar og stapar í
sjónum eru gangbrot, sem brimið á illt með að vinna
á, og stundum er furðanlegt, hve luiir og mjóir drangar
geta staðist hrim og ósjó í margar aldir; en á endanum
rekur að ]>ví, að þeir falla. Víða liggja gangarnir eins
og langar bryggjur í sjó fram, eins og I. d. Snæfjalla-
bryggja, sem stenzt á við Arnardalsklett, hinu megin
við Djúpið; ]>að er líka berghlein, eða gangur með gati
í gegnum. Svijiaðar bríkur ganga út i sjó hjá Hafra-
nesi við Reyðarfjörð; þar fyrir neðan túnið liggja gang-
arnir eins og reglulega hlaðnir garðar út í sjóinn; hinar
liggjandi súlur eru 4—5 faðmar á lengd, 2—3 fet að
þvermáli og þverklofna í minni kubba; inn á rnilli ])ess-
ara bryggja hefir sjórinn elið óreglulegar skvompur og
bása. Sumstaðar er urmull slíkra þvergirðinga, sem
sjórinn hefir ekki getað unnið á; svo er t. d. í Breið-
dalsvik eystra; þar ganga margar hamrabryggjur út í
sjó og í áframhaldi þeirra eru sker og llúðir ytir ])vera
víkina, svo þar sjást margar brimrastir hvei- inn af
annari. Fram með Hornströndum er fjöldi af dröngum
með ýmsu lagi og ýmissi hæð og sést opt um fjöru
hreiður bergfótur, er þeir standa á, sem brimið smátt
og smátt hefir etið ofan af. Stórir stapar eru t. d. við Látra-
vík og Hrollaugsvík og mjög luir og mjór drangur á
i