Andvari - 01.01.1904, Síða 29
23
Drangsnesi við Bolungarvík á Ströndum. Þá má enn
fremur nefna Ánastaðastapa á Vatnsnesi, sem er saum-
höggsmyndaður og eins og hárgreiða að ofan; margir
aðrir stapar eru fram með ströndum Vatnsness, en merk-
astur ]ieirra er Hvítserkur, austan á nesinu, rnilli Súlu-
valla og Oss; ]iað er afarmikil en ]iunn hella, sem
mœnir liátt í lopt upp; heíir sjórinn neðst brotið þrjú
göt í gegnum helluna, hið stærsta nvrðst, minna í mið-
ið og minnst syðst; hellan stendur jiannig á fjórum
veikum fótum og sýnist alltaf mega búast við að hún
detti. Hvítserkur dregur nafn af litnum, því hlágrýtið
er alhvitt af skarfadrit; skarfarnir sitja efst á hellunni
í hópum, mjög alvarlegir, hver á sínum snaga. Lögun
hinna ótal mörgu dranga og stapa kringum strendur
Islands, er mjög ýmisleg eptir efni bergsins og öðrum
kringumstæðum og er hér ekki hægt að lýsa öllum
}ieim mörgu myndbreytingum. Þess má og geta að
sumstaðar eru eyjar og skerja-hópar nærri ströndu leyf-
ar af landi, sem hrimið smátt og smátt hefir hrotið.
Þar sem brimið sífelt lemur standberg eða bratta
kletta mvndast mjög viða stórir og smáir hellar, eink-
um þar sem efni bergsins er nokkuð mismunandi að
gerð, fram með göngum eða }iar sem rifur eru eða
inót, svo sjórinn á hægra með að koma við afli sinu.
Sjávarklettarnir eru sívotir af brimlöðrinu og molna ]iví
fljótar sundur; sjórinn fer inn í hverja smugu og frýs
þar á vetrum og ]iiðnar á vixl; eykur þetta mjög sund-
urliðun klettanna. Þegar sjórinn er búinn aö vinna
einhvern bilbug á herginu og mynda rifu eða holu, þá
fer brimið sakir viðspyrnunnar að verða stórvirkara
svo holan stækkar og hellir myndast af áhrifum aldn-
anna og grjóti og sandi, sem með þeim herast. Sjórinn
tekur þá enn þá eitt afl í þjónustu sína, loptið, sem
verður fyrir innan ölduna, er hún skellur inn i hellir-