Andvari - 01.01.1904, Side 30
24
inn; ]>rýstist loftið saman og hjálpar mjög til að lina
og brjóta bergið, jafnvel ]>ar sem sjórinn ekki kemst að.
Þegar hellirinn er orðinn stór og langur verður atl
péttiloptsins fyrir innan öldurnar afarmikið og opt her
]>að við, að loþtprýstingurinn sprengir hellisloptið. Víða
í sævai'klettum má þvi finna hella með gati upp úr,
sem brimið ]>eytist upp um þegar illt er í sjóinn. Stór-
kostlegastar eru þesskonar myndanir á Snæfellsnesi,
sérstaklega á ströndinni við Stapa; ]>ar hefir sjórinn
brolið framan af gömlu blágrýtishrauni og eru sævar-
hamrarnir 15—20 faðma háir. Brimið hefir brotiö berg-
ið allt í sundur og blágrýtið l>efir tekið á sig allskonar
myndir; }>ar eru ótal kletlasnasir með vogum og gjám á
milli, en margvíslega lagaðir drangar og stripar fyrir utan;
mestöll bei'gin eru samsett af fegursta stuðlabergi, svo
]>au eru bæði fögur og mikilfengleg á að líta. Vestast
við túnin á Stapa er vogur, sem heitir ,,Pumpa“; hann
er mjór og langur með þverhnýptum hömrum á báða
vegu og stórgrýttri möl i botni, sjórinn sogast þar út og
inn með miklum þyt. Skammt þar frá eru hinar svo
kölluðu gjár, Eystrigjá, Miðgjá og Músargjá; það eru
geysimiklir hetlrar framan í bergið með súlnaröðum í
kring; framan i hamrana hefir sjórinn gert port eða
hellra hérumbil 10 faðma háa og standa geysimiklar
súlur i röðum beggja vegna; brimið sem skollið hefir
inn í hellrana hefir gert þá stærri og stærri og loks
héfir sævarkrapturinn og liið innilokaða lopt getað mölv-
að gat á hvelfinguna; þar spýtist sjórinn upp í hafróti
eins og stólpar, ber með sér sand, möl og þang og
kastar því hátt upp í lo]>tið. A bát má í góðu veðri
róa inn í þessa hetlra, því í þeim er töluvert dýpi.
Músargjá, sem er vestast, ei' þrengst og minnst, en þó
falleg, hyldýpið sýriist þar enn þá meira sökuni þrengsl-
anna, I hellrum þessum er mikið af fugli, einkuin af