Andvari - 01.01.1904, Page 31
25
skeglu; sumar sitja kyrrar á súlnahöfðunum, en aðrar
fljúga út og inn sígargandi undir hvelfingunum. Sum-
staðar ber ]mð við, að sævarhellar sameiuast og er
bygging jjeirra ])á opt margbrotin. Slikur hellir er Bað-
stofa í Valasnös lijá Hellnum; par er í gegnum bergið
hátt port eða fivelfmg mjög margbrotin að byggingu;
ljósið fellur til bliðar og að ofan í þessar hvelfingar og
verða pví litbreytingarnar á sjónum þar inni mjög fagr-
ar, bláar og grænar. Norður á Skaga austanverðum
fyrir neðan bæinn Hól, er líka alleinkennilegt bellisgat;
þar heitir Hólsbás. Sjórinn hefir fyrst myndað hátt
port inn i bergið og holað sig lengra inn, unz pakið
1890 eða 1891 að nokkru leyti datt niður; par hefir
myndast kringlótt gat og sér þar niður í hinn djúpa sá;
blágrýti er í hliðunum, en sjór í botni. Á Austfjörðum
eru víða hellar í sjávarmáli, ])ó ekki hafi eg séð neina
jafn einkennilega eins og ])á sem nú voru taldir. Við
Berufjörð eru blágrýtislögin mjög mishörð og þar er
fjöldi af göngum; af þvi leiðir, aö þar eru á út-
nesjum urmull af hellum og skvompum, og einser á Mel-
rakkanesi; þar var i einum hellinum haldin þjóðhátið
1874. Á Suðurlandi, undir Eyjafjöllum, í Ölfusi og
víðar eru brimsorfnir hellar í fjallsblíðum langt frá sjó;
þar hefir sjórinn áður, um lok ísaldar, náð upj) að fjöll-
um, þegar allt Suðurlandsundirlendið var í kafi.
Harðir klettar, sem brimið leikur um, fægjast allir
einkennilega og rákast stundum.af sandi og möl, sér-
staklega í sambandi við ísrek. Á sumum bergtegundum
leysast. efnin svo sundur, að yfirborð klettanna verður
allt með óreglulegum bolum og dældum eða með bryggj-
uni einsog víravirki; slíkt sést opt á grásteini (dólerít),
þar sem bann verður fyrir ábrifum sævarins. í kring-
um Reykjavík sjást einkennilega sundurétnir dólerítklett-
ar, ekki aðeins í ílæðarmáli því sem nú er, heldur og hátt