Andvari - 01.01.1904, Side 32
26
yfir sævarmáli (t. d. í Öskjuldíð), af ]>ví sjór hefir áður
náð þangað. Þar sem brimið spýtist inn í klettabása
eða gegnum þriing sund, verður stnndum hringyða á
mararbotni, sem snýr steinum í sífellu í hring á sama
stað; við það myndast stundum djúpir katlar í harðasta
berg, svipaðir hinum svo kölluðu „skessukötlum“, sem
víða myndast í ám undir fossum. Stórir brimsorfnir
katlar ern yzt í Barðinu, sem gengur út af Látrabjargi.
Barðið er bergrani, beittur að ofan eins og saumhögg,
með brimlöðrum allt í kring; flúðir eru fram í sjóinn
út af Barðinu og Iiefir hafrótið skafið ofan af þeim;
þar hafa myndast djúpir kaltar í blágrýtið, sumir kvað
vera allt að þvi tvær mannhæðir á dýpt. Við Höfn í
Borgarfirði eystra eru hamrar með sjónum og út undan
]>eim flatur brimsorfinn stallur í flæðarmáli og eru þar
margir katlar í klöppunum, og svo mun víðar vera við
klettóttar strendur, þó ]>að hafi ekki veriö athugað.
Þar sem sjórinn sífelt temur sæbratta strönd, mynd-
ast skora í bjargið eða hjalli í flæðarmáli, brimhjalli,
sem smátt og smátt etur sig lengra og lengra inn í fjall-
ið, uns sjórinn ekki kemst hærra; en sé landið smásíg-
andi, heldur brimið stöðugt áfram að brjótast lengra og
lengra innoggetur þannig á þúsundum alda molað nið-
ur heil lönd einsog fyrr hefir verið á drepið í þáttum
þessum. Niður á brimstallinn fellur grjót það sem öld-
urnar losa og steinar þeir sem niður hrynja úr hærri
hlíðum, og molar brimið ]>á og gjörir hnöllótta; lausagrjótið
sogast út á hallanda brimstallsins, eða út fyrir hann, og
myndar þar marbakka, eða leggst ofan á hjallann |>egar
hann er breiður. Aíl og áhrif sævarins á bergið upp
af brimstallinum er fyrst og fremst komið undir krapti
bylgjunnar í logni og hvassviðri, en flóð og fjara hefir
og mikið að þýða; ]>vi meiri sem mismunurinn er á
daglegri hæð sævarfafla og á stórstreymi og smástreymi,