Andvari - 01.01.1904, Side 33
27
því meira starfar sjórinn að niðnrbroti klettanna, því
þá skiptist sífellt á verknaður aldanna, lopts og úrkomu.
Lagnaðarís með ströndum fram getur og miklu til leið-
ar komið; þegar hann er mikill og landfastur, bindur
hann öldurnar og brimið kemst ekki að klettunum, en
slíkur ís liggur sjaldan lengi kyrr og óhreyfanlegur,
nema í mjóum fjörðum. Við strendur, er snúa út að
meginhafi, er ísinn optast á sífeldri rás og hreyfmgu;
vindur og öldur reka hann fram og aptur og þrýstir ís-
inn ])á opt á undan sér stórum björgum og malarhaug-
um, nýrbergið sem undir er og fágar það, og hrýtur úr
klettuin það sem lausara er. Þegar isinn rekur aptur
frá ströndinni, er opt á honum mikið af grjóti og möl,
sem á hann hefir komið í fjörunum eöa hrunið á hann
úr björgum; dreyfist svo þetta grjót út yfir sævarbotn-
inn og getur opt farið langar leiðir er jakarnir berast
burt með straumum og vindi. Þegar firðir eru þaktir is,
rekur vindur opt íshelluna upp að ströndinni og jafnvel
stundum upp á land. Á föstudaginn langa 1883 var
lagnaðarís á Pollinum á Akureyri; hann losnaði frá um
morguninn og rak út eptir, en um miðjan dag rak hann
inn aptur og skrúfaðist þá víða upp á land; við Akur-
eyrarbæ voru leifar af gamalli grjótbryggju og lágu
stórir steinar úr henni, sumir 4—5 fet að þvermáíi, í
kösum frá vestri til austurs, en ísinn færði hæglátlega
á stuttri stundu íilll grjótið upp í fjöruna, svo grjótröst-
in lá nú frá suðri lil norðurs; var steinunum tildrað
hverjum ofan á annan, og sandur, ís og aur á milli,
sem skafist hafði upp úr botni. Daginn eptir rak ísinn
út aptur og á honum möl og sandur, og einn stóran
stein sá eg synda út fjörð á ísfleka. Slíkt ber þráfald-
lega við á ströndum íslands og á löngum tíma hlýtur
lagnaðarís og ísrek að hafa töluverð áhrif á grjótflutn-
ing fram með ströndum og út til hafs. Nokkrum árum