Andvari - 01.01.1904, Síða 34
28
áður skar rekís sundur sjóbúð hjá Bakka við Eyjafjörð.
Rekísinn getur með ifreðnum steinum rákað klappir i
fjöru, j)ó þær rákir séu miklu óreglulegri en ísrákir jökla;
margir jarðfræðingar ætluðu þó áður að jölrákirnar
væru eptir rekis. Isrekið hefir mikil áhrif á þanggróð-
ur strandanna, sópar t. d. á Norðurlandi öllu þangi úr
fjörunum; þegar hafís rekur að Suðurlandi gerir hann
slikt hið sama; veturinn 1.880—81 kom t. d. hafíshroði
í Selvog og þurrsleikti alla fjöru fyrir ])angi og var það
Itagalegt fyrir marga, sem nota þang til eldsneylis. Haf-
ísinn ber stundum með sér útlenda steina til íslands;
af því tagi liefi eg fundið flest-á Melrakkasléttu, ýmis-
legt forngrvti frá Grænlandi; stórir aðkomusteinar hafa
líka borist upp að ströndum Tjörness, að Langaness-strönd-
um og í Yopnafjörð. Utlent ballestargrjót, sem skip
opt kasta í fjörur, má ekki villa menn í þessu efni.
Hvergi hefir útlent grjót fundist á Islandi fyrir ofan
efstu flæðarmörk.
Þar sem móberg er í ströndunum er brimið ennþá
stórvirkara og fljótvirkara; bergið er miklu lausara í
sér en blágrýtið og svo skiptast á lög af ýmsu tagi,
mismunandi móbergs og móhellulög, lög af grásteini,
blágrýti, lirauni og hnullungabergi. Þar sem líparít nær
að sjó fram, einsog sumstaðar á Austurlandi, eru áhrif
sævarins á ]>að svipuð einsog á nióbéfg, því líparítmynd-
anir eru lausar i sér og mjög margbreyttar að samsetn-
ingu. Þesskonar líparítberg eru algengust í fjöllunum
milli Seyðisfjarðar og Héraðsflóa og svo eru líparíthlíð-
ar i Dalatanga og Barðsnesi. Aptur á móti er gabbró-
ið í Lóni ennþá lmrðara en blágrýtið,, það er segja,
sjórnin á verra með að vinna á það, af því þar ber
lítið á lagskiptingu, bergin eru eins og ein steypa; þó
tekst briminu líka með tímanum að vinna á hinum stór-