Andvari - 01.01.1904, Side 35
gerðu urðum, sein liggja í fjörunni undir Vestrahorni
hjó Papós.
Á Snæfellsnesi er strandlengjan víða mjög sundur-
etin, enda eru bergtegundir ]iar mjög margbreytilegar
og optast lausar í sér. Sunnan og vestan undir
Jökli ganga hraun í sjó fram og hefir brimið
brotið rönd þeirra og eru ]>ar standbjörg (Svörtu-
lopt), drangar í sjónum, víkur með brimsorfnu stój'-
grýti og rnargir hellrar. Sumstaðar er hnullunga-
berg í björgunum og er það mjög laust í sér og sund-
uretið. Lóndrangar standa á landi og liafa myndasl
]>egar sjór stóð hærra en nú. Svipuð eru áhrif sjóar-
ins á Reykjanesskaga og hefir þar mikið brotnað af
ströndunum, enda eru þær allar úr móbergi, grásteini
og hrauni. Á Suðurnesjum hefir brim mjög brolið af
ströndum, klappir og sker, leifar af fornu landi, ganga
langt fram i sjó og sumstaðar eru grasivaxnir hólmar,
sem áður hafa verið landfastir. Sumstaðar hefir hafrót
kastað brimhörðum hnullungum langl á land upp, enda
hafa ílóð hér stundum gjört mikinn óskunda, einkum
er Bátsendaflóð oröið alræmt. Fremst á Reykjanesi við
Valahnúk er opt mikill sjógangur, enda eru þar stór
brimbarin björg í fjörunni, hnöttótl eins og egg, og þó
eru mörg þeirra 8—6 fet að þyermáli; mikið hlýtur því
að ganga á, þegar brimið veltir slíkum völum. Fyrir
utan Valahnúk er hár móbergsdrangi, sem heitir Karl;
í stórbrimum gengur löðrið stundum yfir hann, en hann
helzt þó við líði af ]>ví blágrýtisgangur kvislaður heldur
honum sarnan, Því nær allir móbergsdrangar eiga blá-
grýtisgöngum tilveru sína að þakka, annars múndu þeir
íljótt eyðast. Eldey hefir líklega einhverntima verið
landföst, en löngu hefir það verið fyrir landnámstið,
þvi forn örnefni í máldögum gjöra ]>að óliklegt, að stór-
kostlegar breytingar hafi orðið á nesinu síðan á sögu-