Andvari - 01.01.1904, Side 36
3ö
öídinni. í Herdísarvík gengur liraun í sjó fram; ]iar
liefir brimið etið æði mikið framan af og hafa stórir
hásar, gjár og hellrar holast út í hraungrýtið og er allt
fágað og sleikt af sjónum. I Grindavík brýtur sjórinn
Iíka töluvert af landinu ogallmikið hefir breyzt þar síðan
þar var höfn og verzlunarstaður. Við Krísuvík er jafnan
stórbrimótt og sjórinn hefir brotið framan af Ogmund-
arhrauni og myndað í hraunið hvilftir og skvompur;
neðsti hluti hraunsins er allur mosalaus af sjóroki. Þá
hefir brimið ekki gjört lítið að verkum á Vestmanneyj-
um; óvíða er hægt .að sjá stórgerðari sævarmenjar en
þar, háa stapa, holur og hella bæði við Heiinalandið
og aðrar eyjar; og sérstaklega er Súlnasker frægt, en
þetta ev allt enn órannsakað af jarðfræðingum.
Þar sem móbergsfjöll ná að sjó frarn í Skaptafells-
sýslum hefir brimið brotið þau og ummyndað eins og
annarsstaðar; gatið gegnum Dyrhóley er alkunnugt og
eins Reynisdrangar vestur af Vík í Mýrdal. Þar hefir
ströndin víða aukist út á við og má því sjá hrimbarið
grjót og hellra alllangt frá flæðarmáli, sem sjórinn |)ó
til skamms tíma hefir leikið um; svo er t. d. undir Vík-
urkletti, við Skorrabeinsflúðir og Skiphellir. A Norður-
landi ganga móbergsmyndanir í sjó fram á Melrakka-
sléttu og Skaga. Fyrir framan Rauðanes í Þistilfirði
sunnan við Viðarvík, eru tveir klettastandar í sjónum
og dyr i gegnum fremsta nefið á nesinu; þá er l’ugla-
stapi, sem heitir Karl, fyrir utan Rauðagnúp og er hann
úr grásteini. Ketubjörg austan á Skaga eru samsett af
móbergi, hnullungabergi og hraunlögum og á sjórinn
því hægt með að vinna á þeim; þar eru því margir
hellisskútar og bjargið springur oj»t, svo stóreilis spildur
detta niður. Drangey er líka úr móbergi, sem kunnugt
er, og staparnir hjá henni, og hefir brimið hrotið þar
mikið i seinni tíð. Móbergsbjörg eru líka veslan á