Andvari - 01.01.1904, Side 37
Í5Í
Skaga, norður af Hofi; ]>ar eru einnig margir heÍÍar og
drangar fyrir framan t. d. við Fossá; þar er stapi og
nes með götum ígegn.
Fyrir suðurströndu Islands eru eintómir sandar, út-
grynni mikið og stórbrimasamt, lendingar eru fáar og
hafnir engar. Uthafsöldurnar ganga beint á land upp,
mæta hvorki fjöllum né klettum, skafa sig niðurígrunn
og brotna hvítfyssandi á ílötum söndurn. Afl stórbrima
á þessu svæði er afarmikið og aldrei liggur bylgjugang-
urinn fullkomlega niðri ]>ó logn sé, úthafsylgjan er jafn-
an mikil fyrir utan og hið ]>unga brimhljóð heyrist lang-
ar leiðar á land upj>. Samt geta öldurnar ekkert að
mun brotið af þessari ströndu, önnur öfl spyrna á móti;
jökulárnar bera urmul af sandi og grjóti til sævar og
jökulhlaupin auka þenna framakstur með stórrykkjum.
Sjói'inn hefir ekki við að bera burtu og jökulárnar gii'ða
ströndina breiðu sandbelti, sem sjórinn fær ekki yfir-
stigið og nær því sjaldan til hamrafjalla, sem viðspyrnu
veita. Á suðurströndu Islands er sífeld barátta milli
brimsins og jökulánna. Haustbrimin rífa grjót og möl
úr botni eða bera það að, reyna að stífla ármynnin
með malarhryggjum og tekst það stundum, svo jökul-
vatnið flæðir yfxr láglendið til þess að leita að útrás. Á
þenna hátt eru öll hin grunnu lón fram með suðrströndu
íslands til orðin, og höfum vér fyrr lauslega drepið á
það. Lón þessi byrja austur við Hamarsfjörð og Álpta-
fjörð og haldast með allri suðurströndu landsins vestur
undir Eyjafjöll og fylgja þannig jöklunum; en þegar
þeim sleppir tekur við suðurlands-undirlendið mikla með
stórám, er þar renna til sævar; sjórinn spyrnir líka á
rnóti útrás þeirra, svo mynnin á Þjórsá og Ölfusá verða
lónmynduð og í Laudeyjum við Markarlljót safnast uppi-
stöðuvatn í „gljárnar“ fyrir ofan malarkambinn. Þar
sem jökulárnar eru mestar og breytilegastar og jökul-