Andvari - 01.01.1904, Side 38
íiiaup eru tíS, er íónamyndunin líka breytilegust t. d. á
SkeiSarársandi, við Fljótshverfi og á Mýrdalssandi. Anu-
ars geta þau lón líka stíílast og stundum breyzt, sem
sýnast vera búin að fá fastar skorður og sumstaðar verður
að moka út ósana, ef lónin eiga að geta fengið fram-
rás. Bæjarós í Lóni fyllist vanalega sandi á vetrum,
en í júnímánuði er ósinn mokaður uj)p, svo vatnið fái
franirás, og eru vanalega 20—30 menn að því verki í
einn dag. Holtsós undir Eyjafölluni stíflast stund-
um á vetrum og ílæðir þá yfir landið í kring. Þessa
er þegar getið á 12. öld og áttu menn þá örðugt ineð
að moka út ósinn og horfði til vandræða að vatnstlóð
spilltu heyjum manna og engjum; var þá heitið á Þor-
lák biskup og varð bann vel við áheitinu, svo ósinn
reif sig út af sjálfsdáðum.1
Straumar bera opt sand og möl með ströndu fram
og llylja árburð þangað sem afdrej) er og eykst landið
])á með tímanum langar leiðir út á við. Svo hagar tii
fyrir Mýrum við Faxaflóa norðanverðan. llvítá og aðr-
ar ár bera leir og sand i flóann, en straumar taka við
og bera árburðinn norður og vestur að Snæfellsnesi og
er þar mikið útfiri, sem kallað er Laungufjörur.
Þar hafa orðið töluverðar breytlngar siðan á landnáms-
líð; sumstaðar hefir ströndin vaxið út á við, sumstaðar
hafa stórstraumsflóð brotið þurrlendið. I Haffjarðarey
var til forna byggð og kirkja, en á 1G. öld fóru að
koma þar landbrot mikil af sjáfargangi, svo að torsótt
var að koinasl yfir sundið i eyna og var kirkjan tekin
af 1563, en sókninni skipt milli annara kirkna.2 Á
Breiðafirði berst einnig sandur og leir út með Barða-
strönd; á grunnum sæ milli eyjanna ])roskast þang og
1) Biskupusiigur I bls. J19, 333.
2) íslenzkt lórnbréfasatn I bls. 421 —422.