Andvari - 01.01.1904, Blaðsíða 39
33
]>ari og verSur því mikið skeldýralíf og skeljasandurinn
berst norður og vestur fyrir Bjargtanga. Rauðisandur
hefir myndast i bogadregnu viki milli Skorar og Látra-
bjargs; hefir straumurinn smátt og smátt saínað sandi í
vikið í hlé fyrir utan Skor og þannig er Rauðisandur
til orðinn. Sandurinn kemst |x) enn lengra og hefir
myndað undirlendi i víkunum norður af Látrabjargi, í
Látravík, Breiðuvík og Kollsvík og svo í víkunum við
Patreksíjörð sunnanverðan inn fyrir Sauðlauksdal. Hinn
hvítguli, létti skeljasandur kemur hér alstaðar upp úr
sjó, þekur undirlendin og fýkur sumstaðar upp i hlíðar
og eru hinar gulmórauðu sandskellur auðkennilegar af
sjó að sjá, af ]>ví þær stinga svo af við hin dökku blá-
grýtisfjöll.
Sjógangur í stórstraumsflóðum gerir stundum mik-
inn usla, brýtur land sumstaðar og ber grjót og aur að
öðrum stöðum. í fjarskalegu roki og sjávargangi baust-
ið 187!) kom svo mikill sandur að allri austurströnd
Hafnarbássins við Horn að ganga mátti frá Hornkletti
út í Hafnarnes; hvergi sást steinn upp úr, og var þar
þó áður stórgrýti og urð; sjórinn gekk þá upp að bæ í
Bjarnarnesi á Ströndum, upp fyrir hina háu sævarkletta.
Haustið eptir tók allan sandinn burtu, sem borist hafði
upp að ströndinni. Hinn 8. október 1895 var mikið
brim á Norðurlandi; þá gekk sjór víða langt á land á
Skaga, braut marga báta og gerði aðrar skemmdir. Við
Þönglabakka gekk sjór langt upp fyrir malarkamb inn
i mýri; áin rann áður i tveim kvíslum til sjóar, en
brimið sléttaði yfir og bar möl í báða farvegina svo
þeir hurfu, en ný rás myndaðist vestar gegnum malar-
kambinn. Slíkt og þvílíkt hefir víða orðið við strendur
íslands, en einna stórkostlegast og minnisstæðast var þó
Bátsendaflóð nóttina milli 8. og 9. janúar 1798; það
gjörði afarmikinn skaða um alla suðvesturströnd Islands,
3