Andvari - 01.01.1904, Qupperneq 43
37
Víða eru malarkambar með brimsorfnu grjóti hátt fyrir
ofan sævarflöt; sumstaðar eru skeljar á landi langt frá
sjó, sumstaðar rekaviður og rostungabein; ])á eru og
viða fornar strandlínur hátt yfir fjöruborði, etnar af
brimi í harða kletta; sumstaðar eru hellar og skútar,
sem auðsjáanlega eru myndaðir af sævargangi, langt
frá sjó. Þetta sýnir, að innbyrðis lega láðs og lagar
hefir breyzt í lóðrétta stefnu, annaðhvort hefir sævar-
flötur lækkað eða landið hækkað. Miklu örðugra er að
sjá, hvort land hefir sígið í sjó, ]>ví þar er ekki hægt
að koinast að til rannsókna; j)ó hafa menn sumstaðar
séð það á gömlum byggingum og öðrum mannvirkjum,
á skógum og mómýrum, sem komnar eru í sjó, að
landið hefir lækkað. Menjar slíkra breytinga sjást víða
um heim og miklar deilur hafa spunnist út úr því,
hvort það væri liafið sem hefir þverrað eða landið sem
hefði hækkað, og enn þá hafa menn enga fulla vissu
fyrir hvorugu1, og hefir ])ó um það efni verið ritaður
mesti urmull bóka og ritgjörða.
Frá því á 17. öld hafa menn hugsað um og reynt
að gjöra sér grein fyrir hækkun’landsins. Frakkneskur
aðalsmaður Benoist de Maillet, er ferðaðist hér og
hvar um strendur Miðjarðarhafsins á árunum 1092—
1708, tók víða eptir malarkömhum og strandlínum og
dró af athugunum sínum ])á ályktun, að sjórinn væri
að minnka, og á sama máli var G. L. Buffon, en
Lazzaro Moro (1740) var á þeirri skoðun, að löndin
væru að hækka af jarðeldum. Um sama leyti fóru
menn í Svíaríki að hugsa um þetta efni, og sænskur
vísindamaður iJrban Hjárne lét 1702 þá skoðun í ljósi,
J) Til þess að forðust misskilning, er í útlendum træðibók-
um talað um „negativa“ breytingu strandlinunnar, er landið sýn-
ist hækka, en það er kölluð „positiv11 breyting, þegar það sýn-
isl lækka.