Andvari - 01.01.1904, Qupperneq 44
38
aS Eystrasall væri að lækka, og hélt hann það mundi
stafa af þvi, að sundin milli hinna dönsku eyja væru
að dýpka og breikka, svo afrennslið væri að aukast úr
Eystrasalti. Ernanuel Swedenborg hélt fram þeirri
skoðun (1719), að sjórinn við strendur Svíþjóðar lækk-
aði mcira að norðan en að sunnan, og hugði hann, að
vatnshvel jarðarinnar yrði sökum snúningsins fyrir breyt-
ingum á þann hátt, að sjórinn lækkaði næst heimsskaut-
unum, en drægist að miðjarðarlínu, svo sævarmegnið
yxi þar að sama skapi. A árunum 1724—1736 fór
Anders Celsius víða um strendur Svíþjóöar og komst
upp til Torneá við bottniska flóann; safnaði bann fjölda
mörgum athugunum um lækkun sjóar, og lét höggva
merki í kletta fram með ströndinni, svo eptirkomend-
urnir sæju breytingar á fjöruborði: Celsius komst að
þeirri niðurstöðu, að sjórinn lækkaði um 4'/2 fet á
liverri öld, og getur jiess, að fyrir 2000 árum, er Py-
theas kom til Norðurlanda, muni sævarmál hafa staðið
90 fetum hærra en á hans dögum. Carl v. Linné
ritaði og um sama efi;i og fann ýrns rök fyrir hærra
sævarborði til forna. A 18. og 19. öld rituðu margir
aðrir Svíar um þetta efni og söfnuðu mörgum athug-
unum. Framan af 19. öld var sú skoðun ríkjandi hjá
jarðfræðingum, að fjallgarðar og heil lönd smátt og smátt
væru að hækka og rísa úr sjó. Leopold von Buch,
hinn frægi jarðfræðingur, ferðaðist um Skandinavíu 1807
og komst; að þeirri niðurstöðu, að Skandinavía og Finn-
land væru að hækka, en engin þverrun sjóar ætti sér
stað. Charles Lyell kom til Svíaríkis 1834; hafði hann
fyrst efast um, að athuganirnar við strendur Svíþjóðar
væru réttar, en sannfærðist um á ferðum sínum, að
landið væri að rísa úr sjó, og þó meira að norðan; fyrir
sunnan Söderteljo sagði hann, að landið væri að lækka.
Athuganir um breytingar á afstöðu lands og sjóar