Andvari - 01.01.1904, Blaðsíða 45
39
höfðu helzl verið gerðar í Svíþjóð, en nú sáu menn, er
betur var athugað, forn sævarmerki á flestum ströndum
víðsvegar um heim. Fram undir miðja 19. öld voru
ílestir á sama máli sem L. v. Buch, að löndin væiá að
risa úr sjó. Þó komu fram ýmsar aðrar skoðanir; sum-
ir héldu, að breytingar á þungamiðju hafsins yllu lækk-
un og hækkun sævarílatar. J. Adliémar (1842) lét þá
skoðnn í ljósi, að breytingar fjöruborðs stæðu í sam-
bandi við stækknn og minnkun á jökulbreiðum við
heimsskautin, og af stjarnfræðislegum ástæðum ætlaði
hann, að ísaldirnar kæmu og færu og skiplust á við
heitari tímabil eptir vissum lögum. J. Berzelius kom
fyrstur fram nreð ]rá hugmynd (1837), að jarðskorpan
af samdrætti hnattarins við kólnun hlyti að hlaupa í
fellingar og síga sumstaðar, en af því orsakaðist aptur
hækkun og lækkun sævar. Ami Boué lét í Ijósi svip-
aðar skoðanir 1843, og ýnrsir lrafa bent á þau áhrif, er
árburður, sem á löngum tíma berst út í höfin, getur
liaft á hækkun sævarflatar. James Croll, A. Penck
o. 11. hafa reynt að sýna fram á, að ísbreiðurnar á ís-
öldu hafa dregið að sér yfirborð sævarins, sem næst
þeim var, af áhrifum þyngdarinnar og svo hafi fjörú-
línan aptur lækkað er jöklarnir bráðnuðu.
Norðan lil í Noregi athugaði K. Peltersen fornar
strandb'nur og malarkamba og sá, að sævarmerkin
hækkuðu eptir því sem innar dró í fjörðum. G. de
Geer gjörði síðan samskonar athuganir í Svíaríki og
sameinaði á uppdræ.tti alla þá staði með línum, sem
jafnmikið höfðu hækkað (isoanabaser); af línum þessum
ályktaði hann, að Skandinavíu hefði síðan á ísöldu skot-
ið upp sem aflangri bungu, og hefði hafning sú numið
200 metrum (637 fet) um miðjuna. Thomas F. Jamie-
son lét í ljósi þá skoðun (1865), að lönd þau, sem þak-
in voru jökulbreiðum á ísöldu, hafi hlotið að þrýstast