Andvari - 01.01.1904, Blaðsíða 46
40
niður undir hinum mikla þunga, og ]>ví hafi sœvarflötur
staðið miklu hærra á ísöldu, en lækkað að sama skapi,
sem jökullinn hráðnaði. Ymsir aði ir jarðfræðingar hafa
fallist á jjessa skoðun; ])ó getur hún ekki haft gildi fyrir
alla jörðina eða ýms tímabil jarðsögunnar og hefir ]>ví
ekki almenna þýðingu.
Hinn mikli jarðfræðingur Edward Suesn í Wien
safnaði saman öllum athugunum, er snertu hækkun og
lækkun landa víðsvegar um jörðu á ýmsum tímum
jarðsögunnar. Ályktanir hans eru : Hnötturinn er smátt
og smátt að dragast saman af kólnun; fram með úthöf-
unum eru bi’estir i jarðskorpunni og botn hafanna er
smátt og smátt að síga, sumstaðar meira, sumstaðar
minna, stundum liægt og hægt, stundum með kippum.
Ef landsig til muna verður einhversstaðar á úthafshotni,
lækkar sjórinn og dregst frá ströndu, en á löngum tíma
berst ákaflega mikill árhurður i höfin, fjöllin nagast
sundur og leifar þeirra flytjast út í sjóinn; við það
hækkar sævarílötur aptur. Það er samdráttur hnattar-
ins og eyðing fastalandanna, sem kemur lil leiðar sí-
feldum breytingum á afstöðu láðs og lagar; ]>essi tvi')
öfl togast á og veitir ýmsum betui1, optast vega þau
saít, og jafnvægi kemst á eptir nokkurn .tíma, ]>ó ]>ví
hafi vei'ið raskað um stundarsakir, en tímalengdin verð-
ur í jarðfræðinni að mælast með allt öðrum mælikvarða
en vér erum vanir. Af ]>ví sjórinn er hreyfanlegur lög-
ur, hafa breylingar á einum stað meiri eða minni áhrif
um alla jörðina. Hafning og lækkun landa og fjallgarða,
er jarðarskorpan hrukkast við' samdráttinn, hefir að
ætlun Suess enga verulega þýðingu fyrir hreyfingar og
afstöðu fjöruborðsins.
Þess sjásl hvergi menjar, að Island nokkurn tíma
hafi allt verið í sjó. Landið hefii- myndast af jarðeld-