Andvari - 01.01.1904, Page 51
46
finnast á enn fleiri stöðurn á undirlendinu þegar betur
verður rannsakað.
Um hin fornu sævartakmörk á útjöðrum undir-
lendisins vita menn enn þá lítið, enda eru þau nú
víða hulin af nýrri myndunum, hraunum, mýrum,
roksandi o. s. frv. Við Olfus er mikill malarkambur
fyrir ofan alla bvggðina; nær kamburinn í boga frá
Ingólfsfjalli vestur fyrir Hjalla; ]iar fyrir vestan taka við
hraun og má glöggt sjá, hvar Lambafellshraun hefir
runnið yfir malargrjótið rétt hjá Grænalæk. Hjá Hjalla
er brimhjalli úr dóleríti auðkennilegur, og fram með hon-
um stóreflis björg brimsorfin. I krikanum milli Ingólfs-
i'jalls og Grafningsháls eru melar með sjóbörðum hnull-
ungum, sumstaðar sjást sandlög og hnullungalög í gil-
farvegum, t. d. hjá Sogni og Hvainmi. Hjá Riftúni
vestan til í Ölfusi eru víða brimbarðar klappir og stór
rennslétt björg núin af hafróti, og er þetta allt langt frá
sjó. Sjórinn hefir, þegar fjöruhorðið stóð hæðst, náð upp í
móbergshlíðarnar, sem girða Ölfusið að ofan, og sjást
þar sumstaðar sævarmerki. Fyrir ofan þurrá, þar sem
hraunið hefir fallið ofan af fjallinu, vestan við hraun-
fossinn, eru hellar auðsjáanlega myndaðir af brimróti.
Stærsti hellirinn er 12 faðma langur, 2 l'aðma hár og
3—4 faðma djúpur. Hellar jiessir eru hérumbil 250
fet fyrir ofan sævarmál. Utan i Hestfjalli, sunnan við
Hestvatn, er glögg strandlína ineð möl og núnum björg-
um; hún er varla lægra en 300 fel yfir sjó1. Efstu
sævarmörk á láglendinu ofanverðu eru lítt kunn, liafa
enn eigi verið rannsökuð; Helgi Pótursson hefir þó
%) Eg lieii nður sett liœð þessurnr strnndlinu ca. 80 m., cn
pað er vist ot' lítið ; núkvæma mælingu vur eigi luegt að fá, þvi
er eg lor þar um, var veður mjög stæmt og loiitþyngd rnjög
breytileg.