Andvari - 01.01.1904, Side 54
48
Hjá Rauðará eru nióhellulög í Iækjarfarvegi; jiar
hefi eg fundið nokkrar skeljar, sandmigur, kræklinga,
halllokur og hrúðurkarla'; skeljarnar eru heilar og lok-
aðar og í sömu stellingum eins og þegar þær eru lif-
andi í sandinum, sandmigur og halllokur beinar upp og
niður með andpípurnar upp á við. Undir sandinum á
Skildinganesmelum er leirkennd móhella, og hér og hvar
innan um hörpudiskar, beitukongar og sandmigur* 1 2. I
tjörninni hefir fundist rostungshaus. Áhæðunum kring-
um Reykjavík sjást víða gömul fjöruborð og strandlínur
með núnu grjóti, og er þar allstaðar hægt að sjá mis-
rnuninn á hinu núna og brimbarða grjóti og þeim stein-
um, er hafa verið ofansævar; jretta sést t. d. vel við
Skólavörðu og Steinkudys. Það er auðséð, að Seltjarn-
arnes hefir fyrrum verið klasi af smáeyjum og skerjum.
Strandlínan forna sést hvergi eins glöggt einsog sunnan
í Oskjuhlíð; jrar hefir brimið haft mikil áhrif á klappir
og kletta; ]>ar er stórgrýtið allt brimsorfið og sundur-
etið af sævargangi á þunn einkennilega hátt, sem jafn-
an verður ]>ar sem dólerítklettar ná í sjó fram; við Ell-
iðaár, rétt fyrir neðan Bústaði, eru háir leirbakkar niður
með ánni, hraun hefir runnið niður dalinn og endar
]>að einmitt ]>ar sem leirbörðin hefjast og hefir komið
dálítil bugða i leirlögin af þrýstingi hraunsins, annars
eru þau regluleg og lálétt. Undir leirnum liggur ísnúið
móberg og sumstaðar dólerít. Leirlögin eru 12—15
Buccinum undatum, Balanus Hamori og Natíca teg. Sbr. K.
Keilhack: Ueber [>ostglacinle Meeresablagerungen in Island bls.
145 — 14(i. G. G. Winkler: Island bls. 06—5)9, 211. Th. Kjerulf:
Isl. geogn. Fremst. bls. 6. G. W. Paijkull: Islands bergsbyggnad
bls. 48.
1) Mytilus edulis, Mya truncata, Saxicava, Tellina, Balanus.
2) Pecten islandicurq, Buccinum undatum og Saxicuvu
ui'ctica.