Andvari - 01.01.1904, Síða 57
61
bæSi í Hvítársíðu og Hálsasveit; leirkambarnir fratii
með ánni eru opt yfir 100 fet á hæð, en ofan á leirn-
um eru þykk malarlög og þykkna þau er ofar dregur,
og efst ganga hraun út á melahjallaua. Skeljar hafa
menn enn þá ekki fundið i sjálfum Leirárdalnum, en
gimburskeljar og aðrar skeljai- hafa fundist í hökkum
Fióku, þar sem heitir Svarthöfði. Neðar á undirlendi
Borgarfjarðar sést leirinn víða við árfarvegi, t. d. við
Andakýlsá, Grímsá og Hvítá. Lagskiptingin sést vel í
Faxinu við Stafhollsey; þar cr 30 feta þykkur leir und-
ir, svo þunnt sandlag og síðan möl. Þannig er lag-
skiptingin allstaðar á undirlendi Islands, þar sem eg hefi
séð og stendur hún eðlilega í nánu sambandi við mynd-
unina. Við Þverá og mjög víða annarsstaðar í Staf-
holtstungum eru leirbakkar við árnar, 30—50 feta háir.
Hjá Neðranesi er mjög mikið af skeljum i Ieirnum og
safnaði eg þar allmörgum tegundum 1883;' hjá Kaðal-
stöðum fann eg líka skeljar.1 2
Á Mýrum sést leirinn óvíða, af J)ví fen og foræði,
mómyndanir og mýrar liggja ofan á; en þetta svæði er
enn eigi nægilega rannsakað. Við Hítará eru móhellumynd-
anir í bökknnum fyrir ofan Bj-úarfoss 15—20 feta þykk-
ar; móhellan er mynduð úr sundurmuldu rnóbergi, sem
borist hefir með rennandi vatni; svipuð móhellulög með
möl ofan á eru í bökkunum fram með Kaldá, en ekki
hafa skeljar fundist í móbellunui. I mýrunum milli
Staðarhrauns og Svarfhóls eru holtahryggir með núnu
grjóti og getur verið, að þeir séu leifar af malarkambi;
svipaðar myndanir sjást hér og hvar fyrir neðan múla
1) Astarte boreulis, Yoldia arctica, Saxicava arctica, Tellina
sabulosa, Pccten islandicum, Mytilus edulis, Mya truncata, Tro-
phon clallirutus, Modiola, Pbolas og Bulunus.
2) Pecten islandiciun, Mya Irunoata og Yoldia arctica.
4*