Andvari - 01.01.1904, Page 59
53
aS eins 50 fet, og liefir ]>ar auSsjáanlega legiS sjóí yfir
og eins yfir eiSiS milli GrundarfjarSar og Kolgrgfar-
fjarSar, sem er 86 fet á liœS. Fram meS báSum þess-
um fjörðum eru malarkambar J00—130fetaháir; menj-
ar fornra malarkamba sjást líka undir Straumsblíð við
HraunfjörS og við Berserkjahraun nálœgt Bjarnarhöfn.
í Búlandshöfða fann Helgi Pétursson 1002 allmikið af
skeljabrotum1 i fornum jökulruðningi 600 fet yfir sœvar-
máli. Ef hæðarmœlingin er rétt, stendur athugun jiessi
einstök, ]>vi aldrei bafa skeljar fundist á Islandi nærri
eins liátt yfir sjó. En líklegt er, að skeljar jiessar séu
hér eigi á sínum upprunalega samastað, heldur aðflutt-
ar af skriSjökli neðan úr einhverri lægð. Að minnsta
kosli þarf fleiri athuganir til ]>ess að staðfesta jafn hátt
fjöruborð.
Við Þingvelli nálægt Stykkishóimi hafa fundist hörpu-
diskar og á Skógarströnd fram með Kljáfelli og inn ept-
ir eru stór flæmi þakin smáum og stórum hnullungum,
sem líklega hafa myndast í sjó. Fyrir innan Gunnars-
staði eru fram með ströndu háir leirbakkar og möl ofan
á; ná þeir inn aðMiðá, en þar er á stóru svæði allt hul-
ið árburði, sem berst ]iangað ofan úr Dölum. Þykkt leir-
og malarlaganna vex eptir því, sem nær dregur botni
Hvammsfjarðar. I botni Laxárdals eru þykk malarlög
og hefir áin skorið sér farveg gegnum lausagrjótið og
myndað bjalla á báða vegu. Neðst í dalnum er leir
undir mölinni. Mitt á milli Höskuldsstaða og Sauðhúsa,
rétt fyrir vestan Móhyl í Laxá er mikið af skeljum í
melbarði innan um leirblandna smámöl; þar eru mest
hrúðurkarlar, sandmigur og meyjadoppur og fáeinir
1) Eptir ákvörðun A. S. Jensens voru skeljur þessar: Astai’-
te boreulis, Yoldiu urctica, Leda pornulu, Myu truncata, Saxi-
cuva arctica, Trophon clathratus.