Andvari - 01.01.1904, Page 60
54
hörpudiskar.1 2 Við Ljá milli Ljáskóga og Hjarðarholts
hefir og fundist rostungstönn.
Á Klofningsnesi milli Hvammsfjarðar og Gilsfjarð-
ar eru hér og hvar fornar sævarmenjar. Háir malar-
kambar eru algengastir í Saurbænum og þar í uánd.
SaurbæjarláglendiS myndast þar, sem margir smádalir
koma saman innarlega við Gilsfjörð og takmarkast að
framan af lfiO feta háum leirkömbum. Mýrlendið fyrir
ofan þenna háa malarkamh ertöluvert lægra; þar hefur
líklega í fyrndinni verið dálítill fjörður; hann hefir síðan
orðið að lóni, lónið að stöðuvatni og vatnið að mýr-
lendi. Þessi brevting hefir orðið smátt og smátt, jafn-
framt því, að sævarmálið þokaðist niður á við. Eggert
ÓlafssoiH fann skeljar í Saurbænum og hefir heyrt get-
ið um, að skeljar hafi fundist í Sælingsdalsheiði (?). Sunn-
an með Gilsfirði eru fyrir utan Saurbæinn við J-’agra-
dal, Gröf, Tjaldaneshlíð og víðar háir leirbakkar (90—
130’) fram með sjónum og við Núp á Skarðsströnd
kvað hafa fundist nokkrar skeljar i leirnum. Bændur
við Breiðafjörð segjast margir hafa tekið eptir því, að
sjór og ýmsar leiðir væru að grynnka, sker væru að
koma upp og ýms sund væru ófær, er fyrr hefðu verið
farin o. s. frv. Það er víst enginn efi á því, að þetta
er satt, en menn hafa engar fullkomnar mælingar að
styðjast við og því er ekki svo hægt. að segja, hve mik-
il breytingin er.
Sævarmenjar á Norðurlandi eru yfirleitt minni og
óglöggari en fyrir sunnan og vestan. Þar eru engin
undirlendi, sem nokkuð kveðnr að, þar eru að eins fáar
smásléltur, þar sem dalir koma saman eða við árósa og
1) Myu Iruncata, Saxicava arctica, Litlovina litorea, Pecten
islandicuin, Bulanus.
2) Rejse gjennem Island I bls. 411.
i