Andvari - 01.01.1904, Side 61
5S
sumstaðar allbreiðir dalir. Fram með Hrútafirði eru
melhjallar beggja megin og sameinast þeir árhjöllunum
við fjarðarbotninn; sumstaðar hefir fundist þar gamall
rekaviður alllangl frá sjó, og stundum er jarðvegur og
möl ofan á viðnum. Hjá Skálholtsvík vestan fjarðar
eru háir melhjallar fyrir dalmynninu, en dalbotninn er
lægri fyrir ofan; ]>ar hafa fundist. hvalbein rúman fjórð-
ung úr mílu frá sjó. Austanfjarðar er víðast saman-
hangandi marbakki fram hjá Þóroddstöðum út undir
Reyki; ]>ar er möl ofan ú og blágrýti undir; hjallinn er
100—130 fet á hæð yfir sævarmál. Vestanverðu við
Miðfjörð er hár malarkambur fyrir ofan Utibliksstaði og
breikkar hann til suðurs og verður mikill malarflötur
við fjarðarhornið; í bakka nálægt Söndum fundust fyrir
skömmu hvalbein 18 fet yfir sævarmáli. Miðfjörður
liefir fyrrum verið miklu lengri og eru stórir grjóthjall-
ar í dölunum upp af honum, sumpart árburður, sum-
part sævargrjót. Melhjallarnir ei'u einna mestir að aust-
anverðu við Reyki, eru ]>ar tvöfaldir og 120—160 fet á
hæð; leirlögin í þeirn eru sumstaðar mjög bogin. Ot
með öllu Vatnsnesi að vestanverðu er brimhjalli úr blá-
grýti, 150—200 fet á hæð, og ]>ykk malarlög ofan á.
Sumir telja sjó vera að grynnka við Vatnsnes, og segja,
að sker séu að koma upp. Húnafjörður hefir fyrrum
tekið yfir allt undirlendi við Hópið og hafa ]>rír firðir
gengið upp í Víðidal, Vatnsdal og Svínadal; hafa verið
margar kletta-evjav í tlóa ]>essum að vestanverðu I
bakkanum á Víðidalsá, stutt frá minni Dalsár, milli
Titlingastaða og Þorkelsbóls, bafa fundist skeljar og liefi
eg séð ]>aðan kræklinga og sandmigur.'1 Á undirlendi þessu
er allstaðar blágrýti undir, en leir og möl ofan á. Fyrir
vestan Hjaltabakka eru háir melabjallar og ganga ]>eir
1) Mytilus, Suxicava, Mya.