Andvari - 01.01.1904, Side 63
57
Kaupstaðurinn Sauðtirkrókur stendur undir 145 feta
háum melbakka með fleti af malargrjóti að ofan, og
malartletir og hjallar lialdast ])aðan vestan dals upp
undir Reyki. Þegar sjórinn seinast var að hverfa af
þurrlendinu, mvnduðust mörg bogadregin fjöruborð eða
rindar íyrir neðan Sævarborg. Að austanverðu í Skaga-
firði eru melhjallar hér og hvar, en ])ó ekki eins
samanhangandi og greinilegir eins og að vestan, fyrri
en kemur út fyrir Hofsstaði; þaðan og út með öllum
firði er mjög breiður brimflötur, sem tekur yfir allt und-
irlendi upp að fjöllum; þessi mikli blágrýtis-brimhjalli
er viðast þakinn möl og sumstaðar ganga stórskriður
og jökulöldur niður á hann úr fjallaskörðum. Hjá
Hofsós er bakkaröndin 80—100 fet á hæð, þar eru blá-
grýtissúlur neðst við sjóinn,en leir, möl og ægisandur ofau á.
í Fljótum hefir sjór líka legið yfir lágléndi og Olafsfjörður
hefir gengið miklu lengra inní land, líklega upp að Vémund-
arstöðum; ægissandur er þar undir grassverði í dalnum.
Við Eyjafjörð eru margir melhjallar fram næð sjón-
um og eru það gamlir marbakkar, sem myndast hafa
af jökulöldum og árburði. Þykkir malarkambar liggja
upp með Hörgá; undir þeim er þunnt leirlag og hvilir
það á ísnúnu blágrýti; hjá Tréstöðum er leirlagið 3—5
fet á þykkt. en þynnist er ofar dregur og hverfur hálfa
míiu frá sjó. I hinum háu malarkömbum, er Akureyr-
arbær stendur undir, eru víða stórgerðar, blágráar leir-
flögur, en hitt er sandur og hnulluugar; þó sést lítið
eitt af blágráum leir neðst við botninn sumstaðar. 1
þverskurði i gilinu við Aluireyri er efst mold með barna-
moldarlagi hvítu, svorauðleitt lag af sandi með járnlá, þar
undir eru þvkk sandlög, óregluleg og misskipt, og
neðst leir með bognum lögum; undir öllu saman er ís-
rákað blágrýti. Austan Eyjafjarðar eru melhjallar við
Svalbarð og sjór hefir gengið yfir láglendið í Höfða-