Andvari - 01.01.1904, Page 65
89
um gengið upp í árdalina; á ásum og í lægðum er víða
hnullungagrjót og jökulgrjót, en örðugt að sjá glögg
takmörk. Milli Svalbarðs og Álands sá eg hvalbein
undir grassverði hérumhil 100 fet yfir sævarmáli. Á
Langanesi er mikill brimhjalli úr grágrýti milli Syðra-
Lóns og Sauðaness og við Eiðisvik eru gömul fjöruborð
hvert upp af öðru 50—60 fet yfir sjó, og eru sumir
rindarnir undir grassverði á túninu á Eiði. Á Langa-
nesströndum og við Vopnafjörð eru miklir malarhjallar
með sjó fram. Ár og jöklar hafa borið öll ókjör af
grjóti niður i dalina og fyllt þá, síðan hafa árnar graf-
ið sig gegnum malarlögin og sjórinn hefir ummyndað
yztu grjóthrúgurnar; árhjallar og strandahjallar eru pví
hér, eins og víða annarsstaðar, samantengdir hver öðr-
um. Fyrir sunnan Gunnólfsvik er reglulegur malarhjalli
með sjó fram, nær hann í kringum Finnafjörð allan og
er 60—100 feta hár. Fram með Miðfjarðará eru háir
hjallar á báða vegu og forn malarkambur tekur yfir
mestallt nesið sunnan ár; hæð malarkambsins er viðast
um 100 fet, en þó má sjá strandlínumenjar ofar, hér-
umbil 130 fet yfir sjó. Svo má heita, að fornir mar-
bakkar liggi hér með ströndu fram nærri óslitnir frá
Gunnólfsvík suður að Höfn við Bakkafjörð; er í þeim
sumstaðar margskipt hnullunga- og leirlög, sumstaðar
fast berg. Gamlar rekaspítur koma víða upp úr jarð-
vegi nærri sjó. Fyrir sunnan Sandvíkurheiði eru mela-
börðin og malarkambarnir enn þá stórvaxnari, bæði í
dölum og með sjó fram, einkum þó við Selárdal og
Nýpsfjörð. Við hálsendann hjá Nýp er malarhjallinn
hár og breiður, og í honum sandlög, leirlög og hnull-
ungar á víxl ; þegar sjór gekk upp i lia'ði dalmynnin,
hefir grjótið, sem harst niður með ánum, safnast saman
við hálsnefið; malarhjalli þessi er um 160 fet á hæð,
og sumstaðar nærri Nýp eru ofan á honum einkenni-