Andvari - 01.01.1904, Síða 71
gengur marbakki gamall eins og hjalli kringum alía
víkina og stendur Hornbær framan á hjallabrúninni 50
fet vfir fjörumáli; einna stærstur sýnist hjallinn að vera
að vestanverðn, í Rekavík. Olavius getur um mosavax-
inn rekaviö við Höfn 500 faðma frá sjó.
Víkurnar í Aðalvíkursókn fyrir vestan Horn, eru
svipaður að útliti og myndun eins og hinar eystri, en
eru flestar stærri; bogadregnar fjallaldíðar lykja um slétt-
lendin upp af víkunum, og á dalbotnunum eru optast
lón eða vötn, skilin frá hafi af malarkömbum og forn-
um fjöruborðuni. Vatnið hjá Tungu í Fljótum lieíir
einhverntíma verið fjarðarbotn, en nú eru malarkambar
lágir milli þess og sjóar, enda fellur sjór inn um ósinn;
hjá Atlastöðum eru líka melhjallar fram tneð hlíðunum.
I Rekavík bak Látur er líka vatn, sem kvað vera 17
faðma djúpt, og þar eru melhjallar fram með hlíðunum.
I Aðalvík sjálfri eru og ýmsar sævarmenjar, hjá Látr-
um er forn marbakki 100 feta hár, og er þar vatn skilið
frá sjó af breiðum granda. Eiðið milli Rekavíkur og
Látra er 200 feta hátt, og hefir líklega verið í sjó, þá
hefir Straunmes verið hamraey mikil í hafi. í Staðar-
dal er vatn, sem líklega hefir verið sævarvík til forna.
Fyrir sunnan Jökulfirði eru malarhjallar miklir með leir-
lögum hjá Höfða, og ennfremur hjallar við Grunnavik
og norðan við Bjarnagnúp. Sagt er að sker séu aö
koma upp hér og hvar i Jökulfjörðum og við Bjarna-
gnúp. A Snæfjallaströnd eru nærri allstaðar háir mal-
arkambar með sjó fram, stórir og reglulegir t. d. milli
Unaðsdals og Kaldalóns; við niynni Selár hjá Armúla
eru miklar hjallamyndanir; niynni árinnar hefir fyrr
verið sunnar, hjá Melgraseyri, og þar eru tveir háir
hjallar með ströndu fram og fyrir innan þá stórar jök-
ulöldur um dalinn þverann. Hjallar haldast síðan því
uær óslitnir inn með Djúpi og inn undir Isafjarðarbotu;
ö