Andvari - 01.01.1904, Page 72
66
hjallar miklir eru hjá Nauteyri, eins lijá Laugabóli,
Kleifakoti, Gjörfudal og viðar; sumstaðar inn nieð Isa-
firði hefir hveravatn brotist upp um melhjallana og bak-
að saman mölina. Árnar hafa borið fram mikla möl
og fram með þeim víða eru árhjallar, sem eru samfastir
við strandahjallana. Vestan við Isafjörð eru lika malar-
hjallar 50—70 feta háir.
Inn úr Isafjarðardjúpi skerast til suðurs margir
mjóir og djúpir firðir með hömróttum og.bröttum fjálla-
lilíðum beggjamegin. Allstaðar sjást þar nokkrar sævar-
menjar bœði melahjallar og strandlínur, sem ])ó optast
eru stutt fyrir ofan fjöruborð. Lágir hnullungahjallar
sjást hér og hvar fram með Mjóafirði og við Laugarvík;
þar er og sumstaðar skeljasandur í börðum nokkuð frá
sjó. Við Skötufjörð hefir sjórinn holað strandlínur i
dolerít 10 fet fyrir ofan fjöruborð; svipaðar myndanir
með lítilsháttar hjöllum eru bæði við Hestfjörð og Seyðis-
fjörð, einkum við Eyri. Við Álptafjörð eru samanhang-
andi hjallar að vestanverðu fyrir innan Langeyri, og
eins suðaustan við fjarðarbotninn og við Súðavík. Við
botn Skutilsfjarðar hefir sjór myndað hjalla úr fram-
akstri ánna og eins er par fremur óglögg strandlina í
hlíðinni fyrir ofan kaupstaðinn hérumbil 178 fet yfirsjó
og markar lika dálítið fyrir fjöruborði hinumegin á
sömu hæð.
I fjörðunum fyrir sunuan Isafjarðardjúp eru sævar-
myndanir algengar. Suðureyrá í Súgandafirði er úr
skeljasandi og þar eru líka kúskeljar og hörpudiskar
15—20 fet yfir sjó. Að norðanverðu, fyrir innan bæinn
Gi')lt, er brimhjalli, hér um bil 100 fet yfir sjó og fyrir
neðan Stað er malarhjalli 80 feta hár; bak við hann er
gamall vatnsbotn uppþornaður og þar fyrir ofan fornar
jökulöldur; upp af þeim kvað aptur vera smá tjarnir.
Við Önundarfjörð er neðsti hlutinn af fornum jökulöld-