Andvari - 01.01.1904, Page 75
69
hér um bil 190 feta háir; þeir eru einna stærstir hjá
Haga; bærinn stendur á lvjallaröndinni þar sem hún
beygir niður til sjóar, og hefir Hagaá skorið sér dal nið-
ur í gegniim malarflötinn. Austnr hjá Rauðsdal er
hrirnhjalli í föstu bergi, en þó optast möl ofaná; fremsta
hjallaröndin er hér 100 feta há. Við botninn á Vatns-
firði fyrir innan Brjámslæk í mynni dalsins er ísnúinn
blágrýtisás milli sjóar og vatns, og ofan á honum lá-
barin möl; mölin hefir líklega orðið fyrir áhrifum sævar
er fjöruborð var hærra. Sævarmenjar ýmsar sjást beggja
megin við Vatnsfjörð; á Hjarðarnesi að austanverðu er
strandlína 64 fet yfir sjó; klettarnir era etnir af brimi
og þar eru margir hellisskútar; bændur í nágrenninu
segja, að sjór sé að grynnka og sker að koma upp.
Við mynni Kjálkafjarðar eru, í vesturhlíðinni, ákatlega
stórar hrúgur af jökulruðningi, sem ná 7—800 fet upp
eptir fjallinu ; í þessari miklu jökulöldu er vanalegt jökla-
grjót, núið á hornum og stór björg innanum, en neðst,
næst sjó, er grjótið lábarið og þar hefir myndast hnull-
ungahjalli 60 feta hár. Við Skálmarfjörð, Kvígindis-
fjörð og Kollafjörð eru kubbar af melhjöllum hér og
hvar við sjóinn, en víðast eru þeir óglöggir, því fjöll
eru brött og ákaflega skriðurunnin svo sævarmenjar
liafa sópast í burtu. Ut með Kollafirði, fram með Gufu-
dalshálsi, er malarhjalli með mjög núnu grjóti 185 feta
hár; hann gengur i kringum Skálanes inn í Gufufjörð
og verður þar að brimhjalla í föstu bergi, en að aust-
anverðu eru malarhjallar. Gufufjörður er nærri fylltur
af árburði; alllangur dalur er inn af honum með tölu-
verðu undirlendi og tveim vötnum; ytra vatnið er mikið
stærra og hefir það myndast á þann hátt, að þverá ein
(Álptadalsá) hefir borið aur mikinn með sér og stýflað
Gufudalsána og verður hún að brjótast gegnum háa
malarkamba áður hún fellur í hina ána, Brimhjalli er